„Frábær seinni hálfleikur og frábær karakter. Við erum svekktir að vinna ekki eftir þennan ömurlega fyrri hálfleik," sagði miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson eftir jafntefli við Wales í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Wales
Hvað er hægt að segja um þessi mörk sem við fáum á okkur?
„Bara lélegt. Ég á eftir að sjá það aftur en tilfinningin er sú að vörnin standi flatt. Auðveld mörk. Við förum yfir það í hálfleik að vera ekki flatir og það þurfi að vera pressa á mönnum. Við fórum hærra á þá og gjörsamlega stjórnum öllu í seinni hálfleik. Það er ótrúlegt að við vinnum ekki."
„Við fengum færi eftir færi í seinni hálfleik. Við eigum að vinna þetta."
„Ég man ekki eftir svona stjórnun á leik á Laugardalsvelli í langan tíma. Ég er mjög ánægður hvernig við komum til baka."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Stefán ræðir meðal annars um Loga Tómasson, hetju kvöldsins.
Athugasemdir