Grétar Sigurðsson skoraði mikilvægt sigurmark KR í kvöld.
Þetta gaf þrjú stig og það var mikilvægt, þetta ýtir okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur, Stjörnuna og FH.
Þetta gaf þrjú stig og það var mikilvægt, þetta ýtir okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur, Stjörnuna og FH.
Víkingar réðu lögum og lofum á löngum köflum í leiknum í dag, kom eitthvað í liði þeirra KR-ingum á óvart eða hver var ástæðan fyrir þeim vanda sem gestirnir lentu í á Ólafsvíkurvelli?
Ég myndi ekki segja að þeir hafi komið okkur á óvart. Þeir eru með vel spilandi lið og sýna mikla baráttu, sérstaklega á heimavelli. Vallaraðstæður buðu ekki upp á mikinn fótbolta en við lögðum upp með að nýta hornin sem voru veikleikar þeirra í dag og við vissum að við yrðum að liggja til baka og leyfa þeim að vera með boltann og það gekk sem betur fer.
Hvernig var fyrir markaskorarann í hafsentinum að horfa upp á Einar éta hvert dauðafæri framherja KR á fætur öðru, pirrast maður ekki upp við svoleiðis?
Jú, þetta var pirrandi, hann á frábæran leik og varði hvað eftir annað. Auðvitað er maður pirraður þegar maður klárar ekki í þrígang einn á móti markmanni. En hann er bara frábær markmaður.
En er ekki KR bara komið með tak á titlinum, vel efstir og eiga leiki inni?
Þetta er búið að vera í okkar höndum lengi, en það telur ekkert að eiga leiki inni, það þarf að vinna þau stig og sjá hvernig fer, en við erum í góðri stöðu, það er ekki spurning!
Nánar er rætt við Grétar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir