Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Guðni meyr: Stoltur að því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
   fim 12. september 2013 22:06
Magnús Þór Jónsson
Grétar: Við erum í góðri stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Grétar Sigurðsson skoraði mikilvægt sigurmark KR í kvöld.

Þetta gaf þrjú stig og það var mikilvægt, þetta ýtir okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur, Stjörnuna og FH.

Víkingar réðu lögum og lofum á löngum köflum í leiknum í dag, kom eitthvað í liði þeirra KR-ingum á óvart eða hver var ástæðan fyrir þeim vanda sem gestirnir lentu í á Ólafsvíkurvelli?

Ég myndi ekki segja að þeir hafi komið okkur á óvart.  Þeir eru með vel spilandi lið og sýna mikla baráttu, sérstaklega á heimavelli.  Vallaraðstæður buðu ekki upp á mikinn fótbolta en við lögðum upp með að nýta hornin sem voru veikleikar þeirra í dag og við vissum að við yrðum að liggja til baka og leyfa þeim að vera með boltann og það gekk sem betur fer.

Hvernig var fyrir markaskorarann í hafsentinum að horfa upp á Einar éta hvert dauðafæri framherja KR á fætur öðru, pirrast maður ekki upp við svoleiðis?

Jú, þetta var pirrandi, hann á frábæran leik og varði hvað eftir annað. Auðvitað er maður pirraður þegar maður klárar ekki í þrígang einn á móti markmanni.  En hann er bara frábær markmaður.

En er ekki KR bara komið með tak á titlinum, vel efstir og eiga leiki inni?

Þetta er búið að vera í okkar höndum lengi, en það telur ekkert að eiga leiki inni, það þarf að vinna þau stig og sjá hvernig fer, en við erum í góðri stöðu, það er ekki spurning!

Nánar er rætt við Grétar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner