Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   fim 13. maí 2021 19:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjössi Hreiðars: Vorum soft alveg frá byrjun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki það sem við ætluðum okkur, það er ljóst. Við steinlágum eins og tölurnar gefa til kynna, algjör óþarfi. Við erum í tveimur dauðafærum áður en þeir komast í 1-0, við hefðum átt að nýta það."

Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson eftir tap Grindavíkur gegn Þór í Boganum á Akureyri í dag.

„Í fyrri hálfleiknum voru þeir bara grimmari og gengu á lagið og kláruðu okkur þá, svo einfalt er það. Við vorum soft alveg frá byrjun, við vorum fínir í seinni hálfleik, menn reyndu en þeir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir í dag."

Gindavík vann góðan sigur á ÍBV í fyrstu umferð. Það hlítur að hafa verið mikið högg að tapa hér í dag?

„Hver einasti tapleikur er högg, við ætlum að vinna alla þessa leiki sem við förum í. Þetta var fúlt. Við vorum ekki nógu grimmir. ég man ekki eftir Þórs liði sem er alltaf á fullu að berjast. Við vorum alveg búnir að fara yfir þetta allt en stundum er fótbolti bara svona, stundum kemur fyrir að þú tapar fótboltaleik.

Josip Zeba fékk rautt spjald í leiknum. Var það réttur dómur?

„Hann (dómarinn) dæmdi nú rangstöðu. Ég sá þetta ekkert það getur vel verið, ég þarf að skoða þetta aftur og leikinn og skoða þetta aðeins betur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir