
,,Þetta var geðveikt, alveg framar vonum hvernig við spiluðum í dag og náðum að klára þetta stórt. Ég er smá hissa en samt ekki miðað við hvernig við höfum spilað í sumar," sagði Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar eftir 6-0 sigur á Breiðabliki í dag en liðið vann alla 18 leiki sumarsins.
Sandra hefur verið lengi hjá Stjörnunni og upplifað verri tíma þar sem ýmislegt hefur gengið á og svo í dag þar sem allt virðis vel gert og árangurinn skilar sér í kjölfarið.
,,Við erum orðnar eldri, reyndari og þroskaðri og betri í fótbolta. Svo er kominn meiri agi í þetta og við stefnum hærra. Við erum þroskaðri."
Nánar er rætt við Söndru í sjónvarpinu að ofan en hún stefnir á að vinna tvöfalt næst og ná árangri í Meistaradeildinni.
Athugasemdir