Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mið 16. júní 2021 22:39
Matthías Freyr Matthíasson
Brynjar Gauti: Björn Daníel aðeins of lengi að hugsa sig um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Gauti Guðjónsson, fyrirliði Stjörnunnar, hefði viljað meira út úr leiknum í kvöld á móti FH en eitt stig.

„Sáttur og ekki sáttur. Held að þetta hafi bara verið hörkuleikur tveggja góðra liða sem bæði fengu færi og bæði ábyggilega ósátt með að hafa fengið bara eitt stig út úr þessum leik."

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Spilamennskan var nokkuð fín, mér fannst við vera nokkuð þéttir og það var kannski einu sinni tvisvar sem þeir komust inn fyrir okkur og Halli réði vel við það. Við vorum aggressívir í pressunni og vorum að ná að vinna boltann hátt á vellinum og koma okkur í fínar stöður. Vantaði kannski aðeins upp á síðustu sendingu og síðasta slúttið."

Brynjar náði ansi góðri tælingu á lokamínútum leiksins þegar Björn Daníel var kominn í ansi álitlega stöðu inn í teig

„Já, Bjössi var sem betur fer aðeins of lengi að hugsa sig um þannig að ég náði að henda mér fyrir þetta og ég held að Halli hafi komið og étið skotið sem kom upp úr því."

Nánar er rætt við Brynjar Gauta í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars og danina sem eru væntanleg viðbót í hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Athugasemdir
banner
banner