Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mið 17. janúar 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex: KR er stærsti klúbburinn
,,Alvöru áskorun að lyfta þeim upp"
Fyrir mig akkúrat núna fannst mér áskorunin að fara á nýjan stað á Íslandi kalla á mig.
Fyrir mig akkúrat núna fannst mér áskorunin að fara á nýjan stað á Íslandi kalla á mig.
Mynd: KR
Alex var í þrjú tímabil hjá Öster.
Alex var í þrjú tímabil hjá Öster.
Mynd: Öster
Fyrirliði Stjörnunnar tímabilið 2020 í baráttunni við Ægi Jarl. Alex og Ægir munu spila saman með KR í sumar.
Fyrirliði Stjörnunnar tímabilið 2020 í baráttunni við Ægi Jarl. Alex og Ægir munu spila saman með KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er spenntur fyrir komandi tímum hjá Stjörnunni líka.
Ég er spenntur fyrir komandi tímum hjá Stjörnunni líka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gregg hefur samband við mig, orðið frekar langt síðan, við hittumst og tökum gott spjall. Mér leist þvílíkt vel á hann strax frá fyrsta hitting. Eftir það fann maður að það var gríðarlega mikill vilji. Maður var að heyra í mörgum í kringum liðið, allt saman toppmenn og það klárlega laðaði að," sagði Alex Þór Hauksson sem tilkynntur var sem nýr leikmaður KR á mánudag.

Alex kemur til KR eftir þrjú ár hjá Öster í Svíþjóð.

„Það sem heillar mest er klúbburinn. Þetta er risaklúbbur, stærsti klúbburinn sögulega séð á Íslandi. Þó svo að þeir hafi ekki verið að vinna síðustu ár, þá er einhvern veginn mjög heillandi að fara inn í þá áskorun að koma þeim þar sem þeir eiga heima. Það er klárlega eitthvað sem heillar flesta fótboltamenn."

Stjarnan var á meðal þeirra félaga sem vildi fá Alex. Var erfitt að segja nei við uppeldisfélagið?

„Auðvitað. Það er búinn að vera þvílíkur uppgangur þar og ég er búinn að fylgjast grannt með, þar er mikið af góðum félögum mínum. Það er frábært fólk sem stendur að Stjörnunni og kemur ekkert á óvart hversu vel er búið að halda að hlutunum. Fyrir mig akkúrat núna fannst mér áskorunin að fara á nýjan stað á Íslandi kalla á mig. Ég óska Stjörnunni góðs gengis, veit að þeir eru að fara gera þvílíkt flotta hluti. Ég er spenntur fyrir komandi tímum hjá Stjörnunni líka."

Er sagt við Alex að það eigi að styrkja KR liðið enn frekar?

„Ég held að þeir í stjórninni og þjálfararnir vilji tefla fram sem sterkustu liði. Ef þeir telja að það þurfi fleiri menn þá held ég að þeir muni reyna það sem þeir geta til að græja það. Annars er hópurinn orðinn frekar flottur, ég er bara búinn með nokkrar æfingar, en mér líst þvílíkt vel á þetta."

Varstu nálægt því að semja við félag erlendis?

„Já, það komu einhver lið inn í myndina og ég íhugaði það vel og vandlega. Útkoman var sú að það var ekki alveg nógu spennandi til að taka stökkið, mér fannst alltaf vanta eitthvað smá upp á. Ef maður setur þetta í samhengi þá er þvílíkur uppgangur á íslensku deildinni og gaman að fá að taka þátt í því."

Eru einhver vonbrigði að vera kominn heim?

„Alls ekki, ég hef sagt það frá degi eitt þegar ég fór út, sama hvort að næsta skref verði eitthvað annað lið í útlöndum eða heimkoma, þá er ég gríðarlega spenntur fyrir því. Ég hef spilað í þessari deild, veit hvað það er gaman og að deildin hafi tekið þetta miklum framförum er geggjað. Ég lít á þetta sem geggjaðan kost og er ánægður að vera kominn í KR. Ég er fullur tilhlökkunar."

Umræðan um félagaskipti Alex í KR hefur mikið litast af sögum um háar launatölur. Spilar fjárhagslega hliðin eitthvað inn í ákvörðun Alex?

„Það er mikið talað sem er flott. Maður hefur orðið var við það að umfjöllunin verður alltaf meiri og meiri og maður tekur því fagnandi. Það er gaman að það sé smá líf í þessu. En aðalástæðan af hverju ég vel KR er að KR er KR og það er alvöru áskorun að lyfta þeim upp. Sem fótboltamaður viltu alltaf vera að ögra þér og finna góða áskorun og mér finnst þetta bara geggjuð áskorun."

Er fjárhagslega betra að vera í KR en hjá Öster í Svíþjóð?

„Það er svolítið erfitt að segja. Það fer eftir því hvenær þú ert keyptur og á hvaða stað þú ert hjá félaginu. Það eru breytur innan leikmannahópa. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu betur en það."

Hvað getur KR farið langt á komandi tímabili?

„Ég hef trú á því að ef við æfum vel á þessu undirbúningstímabili þá séu okkur allir vegir færir. Ég er nýkominn til félagsins og held að við eigum eftir að taka fund og fara yfir markmið liðsins. Ég held að menn séu bara brattir og fullir sjálfstrausts."

Leitar hugurinn út aftur?

„Ef að gott tækifæri gefst þá er ég klárlega með augun á því. Það er svolítið erfitt að spila fótbolta og vera alltaf að hugsa um hvað gerist næst. Eins og er þá er ég leikmaður KR og ætla gefa allt sem ég get fyrir klúbbinn. Ef eitthvað kemur í framhaldinu þá yrði ég spenntur fyrir því og mun skoða það vel," sagði Alex.
Athugasemdir
banner
banner