Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
   mið 17. janúar 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex: KR er stærsti klúbburinn
,,Alvöru áskorun að lyfta þeim upp"
Fyrir mig akkúrat núna fannst mér áskorunin að fara á nýjan stað á Íslandi kalla á mig.
Fyrir mig akkúrat núna fannst mér áskorunin að fara á nýjan stað á Íslandi kalla á mig.
Mynd: KR
Alex var í þrjú tímabil hjá Öster.
Alex var í þrjú tímabil hjá Öster.
Mynd: Öster
Fyrirliði Stjörnunnar tímabilið 2020 í baráttunni við Ægi Jarl. Alex og Ægir munu spila saman með KR í sumar.
Fyrirliði Stjörnunnar tímabilið 2020 í baráttunni við Ægi Jarl. Alex og Ægir munu spila saman með KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er spenntur fyrir komandi tímum hjá Stjörnunni líka.
Ég er spenntur fyrir komandi tímum hjá Stjörnunni líka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gregg hefur samband við mig, orðið frekar langt síðan, við hittumst og tökum gott spjall. Mér leist þvílíkt vel á hann strax frá fyrsta hitting. Eftir það fann maður að það var gríðarlega mikill vilji. Maður var að heyra í mörgum í kringum liðið, allt saman toppmenn og það klárlega laðaði að," sagði Alex Þór Hauksson sem tilkynntur var sem nýr leikmaður KR á mánudag.

Alex kemur til KR eftir þrjú ár hjá Öster í Svíþjóð.

„Það sem heillar mest er klúbburinn. Þetta er risaklúbbur, stærsti klúbburinn sögulega séð á Íslandi. Þó svo að þeir hafi ekki verið að vinna síðustu ár, þá er einhvern veginn mjög heillandi að fara inn í þá áskorun að koma þeim þar sem þeir eiga heima. Það er klárlega eitthvað sem heillar flesta fótboltamenn."

Stjarnan var á meðal þeirra félaga sem vildi fá Alex. Var erfitt að segja nei við uppeldisfélagið?

„Auðvitað. Það er búinn að vera þvílíkur uppgangur þar og ég er búinn að fylgjast grannt með, þar er mikið af góðum félögum mínum. Það er frábært fólk sem stendur að Stjörnunni og kemur ekkert á óvart hversu vel er búið að halda að hlutunum. Fyrir mig akkúrat núna fannst mér áskorunin að fara á nýjan stað á Íslandi kalla á mig. Ég óska Stjörnunni góðs gengis, veit að þeir eru að fara gera þvílíkt flotta hluti. Ég er spenntur fyrir komandi tímum hjá Stjörnunni líka."

Er sagt við Alex að það eigi að styrkja KR liðið enn frekar?

„Ég held að þeir í stjórninni og þjálfararnir vilji tefla fram sem sterkustu liði. Ef þeir telja að það þurfi fleiri menn þá held ég að þeir muni reyna það sem þeir geta til að græja það. Annars er hópurinn orðinn frekar flottur, ég er bara búinn með nokkrar æfingar, en mér líst þvílíkt vel á þetta."

Varstu nálægt því að semja við félag erlendis?

„Já, það komu einhver lið inn í myndina og ég íhugaði það vel og vandlega. Útkoman var sú að það var ekki alveg nógu spennandi til að taka stökkið, mér fannst alltaf vanta eitthvað smá upp á. Ef maður setur þetta í samhengi þá er þvílíkur uppgangur á íslensku deildinni og gaman að fá að taka þátt í því."

Eru einhver vonbrigði að vera kominn heim?

„Alls ekki, ég hef sagt það frá degi eitt þegar ég fór út, sama hvort að næsta skref verði eitthvað annað lið í útlöndum eða heimkoma, þá er ég gríðarlega spenntur fyrir því. Ég hef spilað í þessari deild, veit hvað það er gaman og að deildin hafi tekið þetta miklum framförum er geggjað. Ég lít á þetta sem geggjaðan kost og er ánægður að vera kominn í KR. Ég er fullur tilhlökkunar."

Umræðan um félagaskipti Alex í KR hefur mikið litast af sögum um háar launatölur. Spilar fjárhagslega hliðin eitthvað inn í ákvörðun Alex?

„Það er mikið talað sem er flott. Maður hefur orðið var við það að umfjöllunin verður alltaf meiri og meiri og maður tekur því fagnandi. Það er gaman að það sé smá líf í þessu. En aðalástæðan af hverju ég vel KR er að KR er KR og það er alvöru áskorun að lyfta þeim upp. Sem fótboltamaður viltu alltaf vera að ögra þér og finna góða áskorun og mér finnst þetta bara geggjuð áskorun."

Er fjárhagslega betra að vera í KR en hjá Öster í Svíþjóð?

„Það er svolítið erfitt að segja. Það fer eftir því hvenær þú ert keyptur og á hvaða stað þú ert hjá félaginu. Það eru breytur innan leikmannahópa. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu betur en það."

Hvað getur KR farið langt á komandi tímabili?

„Ég hef trú á því að ef við æfum vel á þessu undirbúningstímabili þá séu okkur allir vegir færir. Ég er nýkominn til félagsins og held að við eigum eftir að taka fund og fara yfir markmið liðsins. Ég held að menn séu bara brattir og fullir sjálfstrausts."

Leitar hugurinn út aftur?

„Ef að gott tækifæri gefst þá er ég klárlega með augun á því. Það er svolítið erfitt að spila fótbolta og vera alltaf að hugsa um hvað gerist næst. Eins og er þá er ég leikmaður KR og ætla gefa allt sem ég get fyrir klúbbinn. Ef eitthvað kemur í framhaldinu þá yrði ég spenntur fyrir því og mun skoða það vel," sagði Alex.
Athugasemdir
banner
banner