Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mán 17. júlí 2023 15:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuldur: Stærsti Evrópuleikur á mínum ferli
Rjóminn og kirsuberið á tímabilinu
Fyrirliðinn klár í leikinn á morgun
Fyrirliðinn klár í leikinn á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í undankeppninni.
Marki fagnað í undankeppninni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er risastór leikur, klárlega stærsti Evrópuleikur sem ég hef tekið þátt í, að því sögðu þýðir ekkert að mikla það fyrir sér, þetta er bara leikur á morgun á móti hörkuliði sem við þurfum að nálgast með því að vera trúir okkur sjálfum," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Framundan hjá Breiðabliki er seinni leikurinn gegn Shamrock Rovers í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn í Dublin. Leikurinn annað kvöld verður sýndur á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

„Mér leið frábærlega með 1-0 í hálfleik, við áttum mjög góðan fyrri hálfleik - og seinni hálfleik. Þetta var öðruvísi, sýndum okkar bestu hliðar á ólíkan hátt. Í fyrri hálfleik vorum við meira með stjórn á boltanum og að pressa ofar. Í seinni hálfleik þá taka þeir aðeins völdin á boltann og ýta okkur aftur en við díluðum bara vel við það. Við þurfum að sýna slíkt hið sama á morgun."

„Þjálfarateymið er búið að leikgreina þá í döðlur. Við þurfum bara að treysta á þeirra upplegg."


Fær ekki endilega þessa leiki hjá liðum í Skandinavíu
Að spila eins stóran leik og fyrri leikurinn var, fær það ekki Höskuld til að vilja fara aftur út í atvinnumennsku og spila fleiri stóra leiki? Höskuldur var á mála hjá Halmstad í Svíþjóð á árunum 2017-20.

„Jú jú, auðvitað. Ef eitthvað þannig tækifæri, að spila á hærra nívói, kæmi þá myndi maður skoða það. Að því sögðu þá er maður á þremur árum hjá Breiðabliki búinn að spila einhverja 20 risa Evrópuleiki. Við erum allir sem einn rána hjá þessu félagi. Ég veit ekki hvort að maður fengi endilega þessa leiki; alvöru Evrópuleiki hjá hvaða liði sem er í Skandinavíu."

„En þetta er sviðið, maður finnur það alveg, maður fer upp á tærnar. Þetta er rjóminn og kirsuberið á tímabilinu."


Ef Breiðablik vinnur einvígið gegn Shamrock þá A) mætir liðið dönsku meisturunum í FCK í næstu umferð og B) er liðið einu einvígi frá því að komast í riðlakeppni í Evrópu. Er það extra mótiverandi?

„Við erum alveg meðvitaðir um það, væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað. En hvert einvígi og leikur fyrir sig er svo drulluskemmtilegt. Maður finnur í hópnum og í kringum klúbbinn að þetta er stórt, þýðingarmiklir leikir. Það gefur okkur sjálfstraust og hefur gert síðustu ár að við höfum verið trúir sjálfum okkur í þessum verkefnum. Við höfum farið okkar leið og spilað okkar bolta. Það gefur liðinu ekkert smá sanngilt sjálfstraust í að við séum að gera eitthvað rétt og að við séum með sjálfbæra leið að nálgast þennan Evrópubolta: Við getum mætt út á völl, pressað lið og getum verið meira með boltann og stýrt leikjum. Við þurfum ekki bara að treysta á guð almáttugan og einhverja djúpa miðblokk; parkera rútunni."

„Á morgun býst ég við að þeir (Shamrock) mæti dýrvitlausir út og við þurfum að gera slíkt hið sama. Ég held þetta verði leikur sem einkennist af háu spennustigi og það verður mikil ákefð. Svo er þetta bara hvort liðið vill þetta meira."


Það bendir allt til þess að það verði fullsetinn Kópavogsvöllur á morgun og mögulega er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner