Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 19. júlí 2023 14:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Heiðar: Þetta flýtir flutningum hjá mér um svona mánuð
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég varð strax spenntur fyrir þessu," segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýr þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Gunnar Heiðar var í dag ráðinn til að taka liði Njarðvíkur af Arnari Hallssyni sem var rekinn síðastliðið sunnudagskvöld.

Gunnar átti glæsilegan feril sem leikmaður í fjölda ára bæði hérlendis og erlendis. Gunnar Heiðar er frá Vestmannaeyjum þar sem hann lék með ÍBV og KFS en auk þess spilaði hann með Halmstads BK, Hannover 96, Valerenga, Esbjerg FB, Reading, Fredrikstad FK, IFK Norrköping, Konyaspor og BK Hacken.

Gunnar Heiðar lék 24 A landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Gunnar sem er 41 árs kom KFS upp í 3. deild 2020 og stýrði svo Vestra í fyrra. Undir hans stjórn endaði Vestri í tíunda sæti Lengjudeildarinnar.

Hann tekur nú við Njarðvík, sem er í fallsæti í Lengjudeildinni. „Þetta er félag sem hefur mikinn metnað fyrir því sem þeir eru að gera. Þeir eru með fína aðstöðu og fínan leikmannahóp. Þetta var strax mjög spennandi kostur."

„Ég er að flytja frá Vestmannaeyjum á höfuðborgarsvæðið. Þetta flýtir flutningum hjá mér um svona mánuð. Það eru nokkrir þættir sem snúa að hugmyndinni að flytja á höfuðborgarsvæðið og einn af þessum þáttum er að fara almennilega í þjálfun, gefa því almennilega séns. Mér finnst ég vera með mikið til þess að koma með inn í íslenskan fótbolta. Ég hef haft gaman að þessum verkefnum en núna langar mér að gera þetta af alvöru," sagði Gunnar Heiðar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem hann ræðir meira um verkefnið með Njarðvík.
Athugasemdir
banner