Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. ágúst 2022 09:20
Fótbolti.net
Lið 17. umferðar - Þórður í sjötta sinn og Aziz bestur
Lengjudeildin
Marciano Aziz er leikmaður umferðarinnar í annað sinn.
Marciano Aziz er leikmaður umferðarinnar í annað sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þórður Gunnar Hafþórsson er valinn í sjötta sinn.
Þórður Gunnar Hafþórsson er valinn í sjötta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnleifur í Kórdrengjum.
Arnleifur í Kórdrengjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm af sex leikjum 17. umferðar Lengjudeildarinnar fóru fram á fimmtudag og það var mikið fjör í leikjunum. Leikmaður umferðarinnar er Marciano Aziz í Aftureldingu en þetta er í annað sinn í sumar sem þessi 21 árs Belgi er leikmaður umferðarinnar en hann hefur reynst Mosfellingum happafengur.

Aziz. sem er á láni frá KAS Eupen í heimalandinu, skoraði þrennu þegar Afturelding vann 4-1 sigur gegn KV.

„Ég er mjög ánægður hérna. Þjálfarinn gefur mér mikið sjálfstraust. Liðið spilar mjög flottan fótbolta og kerfið þeirra hentar mér mjög vel. Ákvörðunin að koma hingað gerðist bara allt í einu. Ég vildi prófa eitthvað nýtt og geta spilað reglulega," sagði Aziz í viðtali eftir leikinn.



Fylkir fór á topp deildarinnar með 4-3 sigri gegn Selfossi þar sem Emil Ásmundsson skoraði tvívegis og var valinn maður leiksins. Þórður Gunnar Hafþórsson kom varnarmönnum Selfyssinga ítrekað í vandræði og er valinn í sjötta sinn í sumar í lið umferðarinnar.

Framlína úrvalsliðsins er skipuð lágvöxnum en lunknum leikmönnum. Með Þórði frammi er Luke Rae sem skoraði eina markið í 1-0 sigri Gróttu gegn Þrótti Vogum. Þrátt fyrir að hafa tapað þá eiga Þróttarar sinn fulltrúa, Unnar Ari Hansson er í liðinu.

Kórdrengir sýndu sínar bestu hliðar og unnu 4-0 sigur gegn Vestra. Arnleifur Hjörleifsson var meðal markaskorara og var valinn maður leiksins. Davíð Smári Lamude er þjálfari umferðarinnar og Loic Ondo, sem skoraði af vítapunktinum í leiknum, er í úrvalsliðinu.

Þórsarar stöðvuðu sigurbraut HK og unnu 2-0 sigur á Akureyri í leik sem var um síðustu helgi. Ion Perelló skoraði fyrra markið og var valinn maður leiksins. Bjarki Þór Viðarsson var eins og herforingi í vörn Þórs og þá er markvörðurinn Aron Birkir Stefánsson einnig í úrvalsliðinu.

Fjölnismenn nýttu sér tækifærið fyrst HK tapaði og færðust nær öðru sætinu með 4-3 sigri gegn Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, skoraði tvö mörk, þar á meðal sigurmarkið.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 16. umferðar - Josip Zeba (Grindavík)
Leikmaður 15. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 14. umferðar - Marciano Aziz (Afturelding)
Leikmaður 13. umferðar - Nicolaj Madsen (Vestri)
Leikmaður 12. umferðar - Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Leikmaður 11. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 10. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 9. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 8. umferðar - Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Marciano Aziz: Það var frábært að skora þrennu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner