Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 20. október 2024 22:39
Haraldur Örn Haraldsson
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Frammistaðan var bara góð, miðað við aðstæður." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson aðstoðarþjálfari Fylkis eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 KR

„Eftir að hafa fengið mark á sig snemma, og missa síðan leikmann útaf einhverju korteri seinna. Þá var frammistaðan fín. Full ódýrt fannst mér markið sem við fáum á okkur eftir horn. Frá því og fram að því sem við missum mann útaf þá ógnuðum við upp kantana og komumst í ágætis stöður, við náðum bara ekki að skapa nógu góð færi. Í heildina þurfum við bara að sætta okkur við þessa frammistöðu, úrslitin skipta kannski ekki öllu máli fyrir okkur. Þetta hefði getað farið illa líka ef við hefðum farið að slaka á eitthvað."

Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn þjáfari Fylkis. Hann mun þó ekki taka við liðinu fyrr en eftir tímabil og mikið hefur verið rætt um hvort Brynjar muni vera hluti af hans teymi.

„Nei það hefur ekki verið rætt við mig um að vera aðstoðarmaður hans, alls ekki. Ég kem hingað á þeim forsendum á að vera með í þessu með Rúnari, það var líka af því að við Rúnar höfum unnið saman áður og við þekkjumst vel og erum góðir félagar. Það er þannig sem þetta æxlast. Ef einhver annar en Rúnar hefði verið hérna þá er ég ekkert viss um að þetta hefði gerst. Við gerðum okkar besta í að halda liðinu uppi og ná nógu mikið af úrslitum inn, það því miður tókst ekki. Þannig staðan mín er óbreytt, ég hætti hérna eftir tímabilið, svo sjáum við bara hvað kemur í kjölfarið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner