Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   sun 20. október 2024 22:39
Haraldur Örn Haraldsson
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Frammistaðan var bara góð, miðað við aðstæður." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson aðstoðarþjálfari Fylkis eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 KR

„Eftir að hafa fengið mark á sig snemma, og missa síðan leikmann útaf einhverju korteri seinna. Þá var frammistaðan fín. Full ódýrt fannst mér markið sem við fáum á okkur eftir horn. Frá því og fram að því sem við missum mann útaf þá ógnuðum við upp kantana og komumst í ágætis stöður, við náðum bara ekki að skapa nógu góð færi. Í heildina þurfum við bara að sætta okkur við þessa frammistöðu, úrslitin skipta kannski ekki öllu máli fyrir okkur. Þetta hefði getað farið illa líka ef við hefðum farið að slaka á eitthvað."

Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn þjáfari Fylkis. Hann mun þó ekki taka við liðinu fyrr en eftir tímabil og mikið hefur verið rætt um hvort Brynjar muni vera hluti af hans teymi.

„Nei það hefur ekki verið rætt við mig um að vera aðstoðarmaður hans, alls ekki. Ég kem hingað á þeim forsendum á að vera með í þessu með Rúnari, það var líka af því að við Rúnar höfum unnið saman áður og við þekkjumst vel og erum góðir félagar. Það er þannig sem þetta æxlast. Ef einhver annar en Rúnar hefði verið hérna þá er ég ekkert viss um að þetta hefði gerst. Við gerðum okkar besta í að halda liðinu uppi og ná nógu mikið af úrslitum inn, það því miður tókst ekki. Þannig staðan mín er óbreytt, ég hætti hérna eftir tímabilið, svo sjáum við bara hvað kemur í kjölfarið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner