Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
banner
   sun 20. október 2024 22:39
Haraldur Örn Haraldsson
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Frammistaðan var bara góð, miðað við aðstæður." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson aðstoðarþjálfari Fylkis eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 KR

„Eftir að hafa fengið mark á sig snemma, og missa síðan leikmann útaf einhverju korteri seinna. Þá var frammistaðan fín. Full ódýrt fannst mér markið sem við fáum á okkur eftir horn. Frá því og fram að því sem við missum mann útaf þá ógnuðum við upp kantana og komumst í ágætis stöður, við náðum bara ekki að skapa nógu góð færi. Í heildina þurfum við bara að sætta okkur við þessa frammistöðu, úrslitin skipta kannski ekki öllu máli fyrir okkur. Þetta hefði getað farið illa líka ef við hefðum farið að slaka á eitthvað."

Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn þjáfari Fylkis. Hann mun þó ekki taka við liðinu fyrr en eftir tímabil og mikið hefur verið rætt um hvort Brynjar muni vera hluti af hans teymi.

„Nei það hefur ekki verið rætt við mig um að vera aðstoðarmaður hans, alls ekki. Ég kem hingað á þeim forsendum á að vera með í þessu með Rúnari, það var líka af því að við Rúnar höfum unnið saman áður og við þekkjumst vel og erum góðir félagar. Það er þannig sem þetta æxlast. Ef einhver annar en Rúnar hefði verið hérna þá er ég ekkert viss um að þetta hefði gerst. Við gerðum okkar besta í að halda liðinu uppi og ná nógu mikið af úrslitum inn, það því miður tókst ekki. Þannig staðan mín er óbreytt, ég hætti hérna eftir tímabilið, svo sjáum við bara hvað kemur í kjölfarið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir