„Mikill léttir og hrikalega feginn að hafa fengið þessi þrjú stig í dag," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA eftir sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór/KA 2 - 1 Tindastóll
Þór/KA lenti undir en kom til baka með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liðið var í vandræðum með að ná sendingum á milli síin.
„Við getum talað um að hafa verið í vandræðum á meðan Tindastóll getur talað um að þær hafi gert vel að koma okkur í vandræði. Á boltanum vorum við klaufar og smá óöryggi sem er ekki líkt okkur. Við hittum ekki á spes dag en Tindastóll er hrikalega gott lið og allt kredit á þær fyrir það hvernig þessi leikur var í járnum allan tímann," sagði Jóhann Kristinn.
Bríet Jóhannsdóttir skoraði sigurmarkið undir lok leiksins en hún átti fyrirgjöf og boltinn rann alla leið í fjærhornið.
„Þó að sigurmarkið hafi ekki verið kúla beint í skeytin þá kom það. Svona sendingar inn á teiginn, eða skot eins og Bríet segir örugglega sjálf, er hættuleg og markmaðurinn sér illa hvað er að gerast. Við áttum skilið að skora allavega tvö mörk í þessum leik," sagði Jóhann Kristinn.
Athugasemdir