Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
   mán 21. apríl 2025 19:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikill léttir og hrikalega feginn að hafa fengið þessi þrjú stig í dag," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA eftir sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  1 Tindastóll

Þór/KA lenti undir en kom til baka með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liðið var í vandræðum með að ná sendingum á milli síin.

„Við getum talað um að hafa verið í vandræðum á meðan Tindastóll getur talað um að þær hafi gert vel að koma okkur í vandræði. Á boltanum vorum við klaufar og smá óöryggi sem er ekki líkt okkur. Við hittum ekki á spes dag en Tindastóll er hrikalega gott lið og allt kredit á þær fyrir það hvernig þessi leikur var í járnum allan tímann," sagði Jóhann Kristinn.

Bríet Jóhannsdóttir skoraði sigurmarkið undir lok leiksins en hún átti fyrirgjöf og boltinn rann alla leið í fjærhornið.

„Þó að sigurmarkið hafi ekki verið kúla beint í skeytin þá kom það. Svona sendingar inn á teiginn, eða skot eins og Bríet segir örugglega sjálf, er hættuleg og markmaðurinn sér illa hvað er að gerast. Við áttum skilið að skora allavega tvö mörk í þessum leik," sagði Jóhann Kristinn.
Athugasemdir
banner