Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
   mán 21. apríl 2025 19:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikill léttir og hrikalega feginn að hafa fengið þessi þrjú stig í dag," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA eftir sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  1 Tindastóll

Þór/KA lenti undir en kom til baka með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liðið var í vandræðum með að ná sendingum á milli síin.

„Við getum talað um að hafa verið í vandræðum á meðan Tindastóll getur talað um að þær hafi gert vel að koma okkur í vandræði. Á boltanum vorum við klaufar og smá óöryggi sem er ekki líkt okkur. Við hittum ekki á spes dag en Tindastóll er hrikalega gott lið og allt kredit á þær fyrir það hvernig þessi leikur var í járnum allan tímann," sagði Jóhann Kristinn.

Bríet Jóhannsdóttir skoraði sigurmarkið undir lok leiksins en hún átti fyrirgjöf og boltinn rann alla leið í fjærhornið.

„Þó að sigurmarkið hafi ekki verið kúla beint í skeytin þá kom það. Svona sendingar inn á teiginn, eða skot eins og Bríet segir örugglega sjálf, er hættuleg og markmaðurinn sér illa hvað er að gerast. Við áttum skilið að skora allavega tvö mörk í þessum leik," sagði Jóhann Kristinn.
Athugasemdir