Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   mán 21. apríl 2025 19:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikill léttir og hrikalega feginn að hafa fengið þessi þrjú stig í dag," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA eftir sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  1 Tindastóll

Þór/KA lenti undir en kom til baka með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liðið var í vandræðum með að ná sendingum á milli síin.

„Við getum talað um að hafa verið í vandræðum á meðan Tindastóll getur talað um að þær hafi gert vel að koma okkur í vandræði. Á boltanum vorum við klaufar og smá óöryggi sem er ekki líkt okkur. Við hittum ekki á spes dag en Tindastóll er hrikalega gott lið og allt kredit á þær fyrir það hvernig þessi leikur var í járnum allan tímann," sagði Jóhann Kristinn.

Bríet Jóhannsdóttir skoraði sigurmarkið undir lok leiksins en hún átti fyrirgjöf og boltinn rann alla leið í fjærhornið.

„Þó að sigurmarkið hafi ekki verið kúla beint í skeytin þá kom það. Svona sendingar inn á teiginn, eða skot eins og Bríet segir örugglega sjálf, er hættuleg og markmaðurinn sér illa hvað er að gerast. Við áttum skilið að skora allavega tvö mörk í þessum leik," sagði Jóhann Kristinn.
Athugasemdir