Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Brynjar Kristmunds: Í stöðunni 4-2 þá er þetta bara orðið erfitt
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
   fim 21. júlí 2022 23:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristall Máni: Gat ekki verið léttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel, það er alltaf gott að vinna en maður hefði viljað þetta kannski aðeins stærra. 3-0 hefði verið mjög gott en maður er bara spenntur fyri leiknum úti," sagði Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigur á TNS í kvöld.

„Þjálfarinn þeirra var með einhverjar yfirlýsingar eftir leikinn að þetta verði allt annað þannig maður hlakkar til að sjá hvernig þetta verður. Mér sýndist það, ég heyrði þetta ekki þannig hann komst ekki inn í hausinn á mér, annars hefði hann örugglega gert það."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 The New Saints

Kristall skoraði bæði mörk Víkings í leiknum, bæði af vítapunktinum. Í báðum vítaspyrnunum tók hann létt hopp og renndi svo boltanum í hornið. Er það alltaf eins?

„Þetta er alltaf sama hikið, maður stoppar og hoppar og horfir bara á markmanninn. Þetta gat ekki verið léttara," sagði Kristall.

Hann sótti sjálfur seinni vítaspyrnuna sem dæmd var á 56. mínútu leiksins. Var það alltaf víti?

„Ég veit það ekki, ég bað ekki um neitt en hann benti á punktinn og ég get ekkert kvartað yfir því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner