„Mér líður bara mjög vel, það er alltaf gott að vinna en maður hefði viljað þetta kannski aðeins stærra. 3-0 hefði verið mjög gott en maður er bara spenntur fyri leiknum úti," sagði Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigur á TNS í kvöld.
„Þjálfarinn þeirra var með einhverjar yfirlýsingar eftir leikinn að þetta verði allt annað þannig maður hlakkar til að sjá hvernig þetta verður. Mér sýndist það, ég heyrði þetta ekki þannig hann komst ekki inn í hausinn á mér, annars hefði hann örugglega gert það."
„Þjálfarinn þeirra var með einhverjar yfirlýsingar eftir leikinn að þetta verði allt annað þannig maður hlakkar til að sjá hvernig þetta verður. Mér sýndist það, ég heyrði þetta ekki þannig hann komst ekki inn í hausinn á mér, annars hefði hann örugglega gert það."
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 0 The New Saints
Kristall skoraði bæði mörk Víkings í leiknum, bæði af vítapunktinum. Í báðum vítaspyrnunum tók hann létt hopp og renndi svo boltanum í hornið. Er það alltaf eins?
„Þetta er alltaf sama hikið, maður stoppar og hoppar og horfir bara á markmanninn. Þetta gat ekki verið léttara," sagði Kristall.
Hann sótti sjálfur seinni vítaspyrnuna sem dæmd var á 56. mínútu leiksins. Var það alltaf víti?
„Ég veit það ekki, ég bað ekki um neitt en hann benti á punktinn og ég get ekkert kvartað yfir því."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir