Dean Martin var pirraður eftir 3-1 tap Selfyssinga gegn Kórdrengjum í toppslag 2. deildar karla.
Kórdrengir eru með sex stiga forystu á toppi deildarinnar og er Selfoss í þriggja liða baráttu um 2. sætið.
„Við gáfum þeim þrjú mörk en mér fannst við spila vel í dag. Ég er alltaf ósáttur þegar við fáum mörk á okkur úr föstum leikatriðum en það er ekkert sem við getum gert í því núna," sagði Dean að leikslokum.
„Leikurinn er búinn, það eru fjórir leikir eftir og þetta er ekki í okkar höndum. Við verðum bara að halda áfram."
Dean var að lokum spurður út í dómara leiksins og hvort honum hafi fundist vera of mikill hiti í leiknum.
„Ég vil ekkert segja um dómarann, hann bara horfir á leikinn aftur og spáir í því sjálfur. Mér fannst ekki vera mikill hiti í leiknum, mér fannst þetta bara skemmtilegur leikur. Menn voru að tækla og gefa allt í þetta, það er mjög gaman."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir