Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mið 24. október 2018 10:59
Elvar Geir Magnússon
Guðjón Þórðarson til Færeyja?
Guðjón er 63 ára gamall.
Guðjón er 63 ára gamall.
Mynd: Baldur Smári Ólafsson
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er nafn Guðjóns Þórðarsonar á blaði hjá fleiri en einu félagi í Færeyjum.

Guðjón, sem er fyrrum stjóri Stoke City og íslenska landsliðsins, hefur ekki þjálfað síðan 2012 þegar hann var með Grindavík.

Hann gerðist rútubílstjóri en ku nú hafa áhuga á að snúa aftur í þjálfun.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón er orðaður við Færeyjar. Hann var nálægt því að taka við færeyska landsliðinu fyrir um áratug og þá var hann fyrir nokkrum árum orðaður við NSÍ Runavík.

Færeysk félög eru spennt fyrir því að sækja þjálfara til Íslands eftir frábæran árangur Heimis Guðjónssonar með HB. Heimir hefur rifið HB rækilega upp og setti stigamet um síðustu helgi.

Uppfært 12:50: Samkvæmt færeyskum fjölmiðlum verða talsvert um þjálfarahræringar í boltanum þar í landi en tímabilinu lýkur um næstu helgi. Vefsíðan bolt.fo segir að 07 Vestur sé í viðræðum við Guðjón en félagið er fallið úr færeysku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner