Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mið 25. október 2023 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá Zomers: Ég væri til í að upplifa þetta oftar
Frá æfingu landsliðsins.
Frá æfingu landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er spennt fyrir þessum leikjum. Öll einbeiting á föstudeginum eins og staðan er núna," sagði Diljá Ýr Zomers, leikmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stelpurnar spila á föstudaginn gegn Danmörku í Þjóðadeildinni og nokkrum dögum síðar mæta þær Þýskalandi. Þetta verða tveir gríðarlega erfiðir leikir.

„Það er góð einbeiting. Það gekk vel á æfingu í dag og ég held að við séum allar klárar í föstudaginn."

Diljá segir að það sé klárt mál að íslenska liðið geti strítt danska liðinu á föstudaginn, það er markmiðið. Diljá þreytti frumraun sína á Laugardalsvelli með landsliðinu er liðið vann 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Hún spilaði í vængbakverði í leiknum.

„Ég spilaði í Austurríki í vináttuleik og mér leið þokkalega vel í þessari stöðu. Hún er skemmtileg en ég veit ekki hversu margir leikir til viðbótar verða í þessari stöðu. Ég get tekið margt með mér úr þessu. Þetta var geggjað (að spila á Laugardalsvelli fyrir landsliðið) og ég væri til í að upplifa þetta oftar," sagði Diljá.

Diljá spilar vanalega sem sóknarmaður en hún kemur í fantaformi inn í þetta landsliðsverkefni. Hún hefur verið að spila frábærlega með Leuven í Belgíu og er markahæsti leikmaður belgísku deildarinnar með sex mörk í fjórum deildarleikjum.

„Mér líður mjög vel þarna og fótboltinn gengur mjög vel. Ég fíla það í botn hvernig allt er útfært þarna og ég er búin að læra heilan helling. Það er að skila sér í góðri frammistöðu," sagði Diljá. „Það er alltaf gott að skora mörk sem sóknarmaður og vonandi getur maður komið það hingað inn í þennan hóp líka."
Athugasemdir
banner
banner