Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mán 26. maí 2014 21:50
Arnar Daði Arnarsson
Gulli Gull: Breiðablik - Augnablik er draumaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks stóð í ströngu í kvöld þegar Breiðablik komst áfram í bikarnum með 2-1 sigri á HK. Sannkallaður grannaslagur í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Breiðablik

Þetta var annar leikur liðanna í bikarnum á jafn mörgum árum, í fyrra unnu Breiðablik nokkuð þæginlegan 4-0 sigur en það var annað upp á teningnum í kvöld, því Breiðablik þurftu að hafa sig alla við í leiknum,

,,Það er allt annað yfirbragð á HK núna finnst mér. Stjórnin, Þórir Bergsson og félagar hafa gert frábæra hluti og ráðið frábæra þjálfara og það eru gamlar glæðir að lifna við," sagði fyrrum HK-ingurinn sem fannst sigurinn sanngjarn,

,,Við bjuggumst við, þá láu þeir þétt til baka og beittu skyndisóknum. Á meðan við þurftum að leysa það að skapa okkur færi. Við sköpuðum okkur ekki mörg færi en við náðum að skora tvö mörk á 90 mínútum."

Enn er eitt Kópavogslið eftir í bikarnum, 4.deildarlið Augnabliks sem mætir Keflavík í 32-liða úrslitum. Gunnleifur telur að það gæti orðið draumaleikur að mæta þeim í 16-liða úrslitum.

,,Er það ekki draumaleikurinn fyrir alla Kópavogsbúa? Breiðablik - Augnablik, ég held það," sagði Gunnleifur léttur í bragði.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner