Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 27. janúar 2022 23:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægður með pressuna - „Lítum vel út í janúar en það er langt í mót"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góð frammistaða, hörkuleikur, frábærar aðstæður, hraður bolti, bæði lið að pressa og fullt af færum þannig þetta var skemmtilegur leikur. Þetta voru tvö flott lið á góðum stað, fullt af mörkum og ég var gríðarlega ánægður með pressuna okkar," sagði ánægður Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-1 sigur sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

„Við gerðum það sama og þeir voru að gera á móti okkur og þetta var pressa í báðar áttir. Við héldum þeim ágætlega í skefjum, náðum að vinna boltann oft hátt uppi á vellinum og refsa þeim. Mér fannst Blikarnir góðir þrátt fyrir að þeir hafi tapað í dag. Það er gott að fá sigur og sigra Fótbolta.net mótið - frábært,"

Pressa Stjörnunnar var mjög öflug í leiknum og pressuðu þeir andstæðingana mjög hátt á vellinum. Er þetta eitthvað sem fólk mun sjá í leikjum með Stjörnunni í sumar?

„Já, líklega, við erum að leggja þetta þannig upp. Við erum að æfa mjög vel, mikill metnaður í mönnum og menn leggja mikið á sig. Það skilaði sér með þessum sigri í dag og þessum sigrum sem við höfum unnið í þessu móti. „So far so good", við lítum vel út í janúar en það er ennþá langt í mót."

Stjarnan er með urmul af leikmönnum sem eru í yngri landsliðum Íslands, strákum sem eru yngri en tvítugir. Áttu von á því að þessir strákar fari út í atvinnumennsku?

„Ég vona að þeir verði bara með okkur, þetta eru frábærir strákar sem leggja mikið á sig. Það væri frábært að halda þeim í sumar - ekki spurning."

Er ljúfara að vinna leiki gegn Breiðabliki en öðrum liðum? „Nei, ekkert meira. Það er frábært að vinna Fótbolta.net mótið, það er fyrir öllu."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan en þar var Ágúst spurður sérstaklega út í Jóhann Árna og Sindra Þór Ingimarsson.
Athugasemdir
banner
banner