Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
banner
   mið 27. mars 2024 22:22
Sölvi Haraldsson
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér fannst heilt yfir leikurinn spilast vel. Við vorum dálítið of lengi í gang samt í fyrri og seinni hálfleik, en það er eitthvað sem við þurfum að laga. Eftir að við létum boltann rúlla meira þá leystum við vel úr pressunni og þetta var bara góður sigur.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á ÍA í úrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 ÍA

Halldór er ánægður með það hvernig hans menn unnu sig inn í leikinn í báðum hálfleikum eftir að hafa byrjað báða hálfleikana full rólega.

Heilt yfir er ég mjög ánægður með margt í okkar leik. Auðvitað er erfitt að brjóta niður þessa stóru og miklu varnarblokk. Þeir voru þéttir til baka og vildu sækja hratt á okkur. En við gerðum mjög vel að skora fjögur mörk og vinna leikinn.

Dóri telur að Blikaliðið sé á mjög fínum stað í dag. 

Eins og flestir vita að þá byrjaði undirbúningstímabilið okkar mun seinna en hjá flestum íslenskum liðum. En ég tel að liðið sé á mjög fínum stað í dag. Við spiluðum mjög góðan leik gegn góðu liði úti í æfingarferðinni okkar á dögunum og fínan leik hér þannig framhaldið lítur vel út.“

Eftir 1-0 sigurleikinn hjá Breiðablik gegn Þór staðfesti Halldór viðræður lið frá Kasakstan í Kristófer Inga en er eitthvað meira til í því?

Nei, það er bara eitthvað sem kom á borðið og menn fóru og skoðuðu en svo var það bara slegið frá borðinu. Það var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér.“

Hann kemur einnig inn á það að eins og staðan er í dag verður Kristófer Ingi leikmaður Breiðabliks í sumar. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner