Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 29. febrúar 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matic: Solskjær miklu betri en fyrir ári síðan
Solskjær og Matic.
Solskjær og Matic.
Mynd: Getty Images
Solskjær hefur stýrt Manchester United í um eitt ár.
Solskjær hefur stýrt Manchester United í um eitt ár.
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United, talar um það að Ole Gunnar Solskjær sé búinn að bæta sig mikið í starfi sínu frá því hann tók við Man Utd fyrir ári síðan.

Solskjær var ráðinn til bráðabirgða í desember 2018 eftir að Jose Mourinho var rekinn. United komst á mikið skrið undir stjórn Solskjær og var hann ráðinn alfarið í mars í fyrra. Frá því hann var ráðinn alfarið hefur hins vegar ekki gengið alveg nægilega vel, þó liðið hafi verið að ná í fín úrslit í undanförnum leikjum.

Solskjær er fyrrum leikmaður Manchester United og í raun goðsögn hjá félaginu eftir að hafa skorað sigurmarkið í eftirminnilegum úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999. Hann er hins vegar ekki með mikla þjálfarareynslu og er starfið hjá Man Utd það langstærsta sem hann hefur haft.

Áður en hann tók við Man Utd hafði hann verið að þjálfa Molde í Noregi og hefur hann einnig stýrt Cardiff og varaliði Manchester United.

Matic, einn af reyndari leikmönnum Manchester United, er ánægður með það hvernig Solskjær hefur bætt sig á síðustu 12 mánuðunum.

Í viðtali við Sky Sports sagði hinn 31 árs gamli Matic: „Á hverjum degi er hann að bæta sig, að öðlast meiri reynslu. Hann á bara eftir að verða betri og betri."

„Það á við um alla stjóra. Carlo Ancelotti til dæmis, hann er ekki sami stjóri og hann var fyrir 20 árum. Hann veit meira, hann er með meiri reynslu og það sama á eftir að gerast hjá Ole."

„Að mínu mati er hann miklu betri stjóri núna en hann var fyrir ári síðan."

„Núna þekkir hann alla leikmennina og hann veit hvað hann þarf að gera fyrir alla leiki, eftir alla leiki. Í hans starfi þá er reynslan mjög mikilvæg."

Man Utd heimsækir Everton í næsta leik á sunnudag, en á síðustu leiktíð fékk United skell á Goodison Park, 4-0. Það er vonandi fyrir stuðningsmenn Man Utd að Norðmaðurinn geðþekki hafi lært eitthvað frá þeim leik. Man Utd er í fimmta sæti og Everton í 11. sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner