Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Fylkis í dag þegar liðið fór illa með Fjölnismenn í loka umferð Pepsi-deildar karla. Helgi kom til baka eftir tveggja ára fjarveru frá knattspyrnu.
Lestu um leikinn: Fylkir 7 - 0 Fjölnir
"Það var mjög fínt að klára þetta tímabil svona á alvöru sigri, sérstaklega að þetta var svona sérstakur leikur. Vígsluleikur á nýja vellinum og svona upp og niður tímabil."
Helgi var að koma til baka úr erfiðum meiðslum og var meiddur í byrjun móts. Hann segir að það hafi sett sinn toll á þetta tímabil.
"Ég finn það alveg núna að ég náði engu undirbúningstímabili og er svona svolítið þreyttur. Auðvitað hefði ég verið til í að hafa verið klár og ná fleiri leikjum og svona en þetta var bara gaman"
Helgi vildi ekkert gefa upp hvort hann yrði með á næsta tímabili eða ekki.
"Ég er ekki alveg búinn að ákveða það. Ég er samningslaus og ég ætla bara að sjá hvernig meiðslin verða sem ég er ekki alveg búinn að ná mér af verða"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir