Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 29. nóvember 2024 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Lengjudeildin
Fyrirliði Völsungs.
Fyrirliði Völsungs.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Pálmi Kristjánsson, fyrirliði Völsungs, framlengdi samning sinn við félagið á dögunum. Völsungar tilkynntu um framlengingu þriggja leikmanna á þriðjudag, framlengingu á samningi þjálfarans Aðalsteins Jóhanns og um komu Elfars Árna Aðalsteinssonar.

Fyrirliðinn ræddi við Fótbolta.net og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum efst.

„Þetta leggst ógeðslega vel í mig, einn einn gamli Völsungurinn að koma í hópinn. Ég gæti ekki verið ánægðari. Þetta er gríðarlega stórt fyrir félagið, magnað að fá hann og fyllir upp í framherjaskarðið," sagði bakvörðurinn um komu Elfars Árna.

„Nei, það var í raun ekki spurning um annað en að framlengja, fara upp í Lengju með uppeldisklúbbnum."

„Þetta var magnað ævintýri í sumar, byrjuðum ekkert rosalega vel en förum í gegnum seinni umferðina taplausir. Við vorum á einhverju lygilegu skriði og hryllilega gott að klára þetta. Við náðum að skora snemma í lokaleiknum og héldum áfram að skora. Maður hefur aldrei upplifað annað eins,"
sagði Arnar Pálmi.

„Það er stórt að Alli Jói skrifi undir, ég er mjög sáttur með það, hann hefur verið þjálfarinn minn frá því að ég man eftir mér. Hann þekkir mig vel."

Arnar Pálmi er fæddur árið 2002 og hefur leikið með Völsungi allan sinn feril, alls 159 meistaraflokksleiki og mörkin í þeim eru 16.
Athugasemdir
banner
banner
banner