Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 29. nóvember 2024 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Lengjudeildin
Fyrirliði Völsungs.
Fyrirliði Völsungs.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Pálmi Kristjánsson, fyrirliði Völsungs, framlengdi samning sinn við félagið á dögunum. Völsungar tilkynntu um framlengingu þriggja leikmanna á þriðjudag, framlengingu á samningi þjálfarans Aðalsteins Jóhanns og um komu Elfars Árna Aðalsteinssonar.

Fyrirliðinn ræddi við Fótbolta.net og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum efst.

„Þetta leggst ógeðslega vel í mig, einn einn gamli Völsungurinn að koma í hópinn. Ég gæti ekki verið ánægðari. Þetta er gríðarlega stórt fyrir félagið, magnað að fá hann og fyllir upp í framherjaskarðið," sagði bakvörðurinn um komu Elfars Árna.

„Nei, það var í raun ekki spurning um annað en að framlengja, fara upp í Lengju með uppeldisklúbbnum."

„Þetta var magnað ævintýri í sumar, byrjuðum ekkert rosalega vel en förum í gegnum seinni umferðina taplausir. Við vorum á einhverju lygilegu skriði og hryllilega gott að klára þetta. Við náðum að skora snemma í lokaleiknum og héldum áfram að skora. Maður hefur aldrei upplifað annað eins,"
sagði Arnar Pálmi.

„Það er stórt að Alli Jói skrifi undir, ég er mjög sáttur með það, hann hefur verið þjálfarinn minn frá því að ég man eftir mér. Hann þekkir mig vel."

Arnar Pálmi er fæddur árið 2002 og hefur leikið með Völsungi allan sinn feril, alls 159 meistaraflokksleiki og mörkin í þeim eru 16.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner