Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 29. nóvember 2024 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Lengjudeildin
Fyrirliði Völsungs.
Fyrirliði Völsungs.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Pálmi Kristjánsson, fyrirliði Völsungs, framlengdi samning sinn við félagið á dögunum. Völsungar tilkynntu um framlengingu þriggja leikmanna á þriðjudag, framlengingu á samningi þjálfarans Aðalsteins Jóhanns og um komu Elfars Árna Aðalsteinssonar.

Fyrirliðinn ræddi við Fótbolta.net og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum efst.

„Þetta leggst ógeðslega vel í mig, einn einn gamli Völsungurinn að koma í hópinn. Ég gæti ekki verið ánægðari. Þetta er gríðarlega stórt fyrir félagið, magnað að fá hann og fyllir upp í framherjaskarðið," sagði bakvörðurinn um komu Elfars Árna.

„Nei, það var í raun ekki spurning um annað en að framlengja, fara upp í Lengju með uppeldisklúbbnum."

„Þetta var magnað ævintýri í sumar, byrjuðum ekkert rosalega vel en förum í gegnum seinni umferðina taplausir. Við vorum á einhverju lygilegu skriði og hryllilega gott að klára þetta. Við náðum að skora snemma í lokaleiknum og héldum áfram að skora. Maður hefur aldrei upplifað annað eins,"
sagði Arnar Pálmi.

„Það er stórt að Alli Jói skrifi undir, ég er mjög sáttur með það, hann hefur verið þjálfarinn minn frá því að ég man eftir mér. Hann þekkir mig vel."

Arnar Pálmi er fæddur árið 2002 og hefur leikið með Völsungi allan sinn feril, alls 159 meistaraflokksleiki og mörkin í þeim eru 16.
Athugasemdir
banner