Arnar Pálmi Kristjánsson, fyrirliði Völsungs, framlengdi samning sinn við félagið á dögunum. Völsungar tilkynntu um framlengingu þriggja leikmanna á þriðjudag, framlengingu á samningi þjálfarans Aðalsteins Jóhanns og um komu Elfars Árna Aðalsteinssonar.
Fyrirliðinn ræddi við Fótbolta.net og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum efst.
Fyrirliðinn ræddi við Fótbolta.net og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum efst.
„Þetta leggst ógeðslega vel í mig, einn einn gamli Völsungurinn að koma í hópinn. Ég gæti ekki verið ánægðari. Þetta er gríðarlega stórt fyrir félagið, magnað að fá hann og fyllir upp í framherjaskarðið," sagði bakvörðurinn um komu Elfars Árna.
„Nei, það var í raun ekki spurning um annað en að framlengja, fara upp í Lengju með uppeldisklúbbnum."
„Þetta var magnað ævintýri í sumar, byrjuðum ekkert rosalega vel en förum í gegnum seinni umferðina taplausir. Við vorum á einhverju lygilegu skriði og hryllilega gott að klára þetta. Við náðum að skora snemma í lokaleiknum og héldum áfram að skora. Maður hefur aldrei upplifað annað eins," sagði Arnar Pálmi.
„Það er stórt að Alli Jói skrifi undir, ég er mjög sáttur með það, hann hefur verið þjálfarinn minn frá því að ég man eftir mér. Hann þekkir mig vel."
Arnar Pálmi er fæddur árið 2002 og hefur leikið með Völsungi allan sinn feril, alls 159 meistaraflokksleiki og mörkin í þeim eru 16.
Athugasemdir