Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
banner
   fös 29. nóvember 2024 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Lengjudeildin
Fyrirliði Völsungs.
Fyrirliði Völsungs.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Pálmi Kristjánsson, fyrirliði Völsungs, framlengdi samning sinn við félagið á dögunum. Völsungar tilkynntu um framlengingu þriggja leikmanna á þriðjudag, framlengingu á samningi þjálfarans Aðalsteins Jóhanns og um komu Elfars Árna Aðalsteinssonar.

Fyrirliðinn ræddi við Fótbolta.net og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum efst.

„Þetta leggst ógeðslega vel í mig, einn einn gamli Völsungurinn að koma í hópinn. Ég gæti ekki verið ánægðari. Þetta er gríðarlega stórt fyrir félagið, magnað að fá hann og fyllir upp í framherjaskarðið," sagði bakvörðurinn um komu Elfars Árna.

„Nei, það var í raun ekki spurning um annað en að framlengja, fara upp í Lengju með uppeldisklúbbnum."

„Þetta var magnað ævintýri í sumar, byrjuðum ekkert rosalega vel en förum í gegnum seinni umferðina taplausir. Við vorum á einhverju lygilegu skriði og hryllilega gott að klára þetta. Við náðum að skora snemma í lokaleiknum og héldum áfram að skora. Maður hefur aldrei upplifað annað eins,"
sagði Arnar Pálmi.

„Það er stórt að Alli Jói skrifi undir, ég er mjög sáttur með það, hann hefur verið þjálfarinn minn frá því að ég man eftir mér. Hann þekkir mig vel."

Arnar Pálmi er fæddur árið 2002 og hefur leikið með Völsungi allan sinn feril, alls 159 meistaraflokksleiki og mörkin í þeim eru 16.
Athugasemdir
banner
banner
banner