Það var djúpt á sigri toppliðs Vals gegn HK í haustaðstæðunum á Origovellinum í kvöld, fyrirliði heimamanna Haukur Páll var sáttur í leikslok.
"Þetta var það sem við ætluðum okkur að ná hér í kvöld, sækja þessi þrjú stig og það tókst. Mér fannst við full hægir í fyrri hálfleik en það lagaðist í seinni. Svo spiluðum við þéttan varnarleik eftir að við komumst yfir."
"Þetta var það sem við ætluðum okkur að ná hér í kvöld, sækja þessi þrjú stig og það tókst. Mér fannst við full hægir í fyrri hálfleik en það lagaðist í seinni. Svo spiluðum við þéttan varnarleik eftir að við komumst yfir."
Var betra að spila gegn veðrinu?
"Klárlega. Mér fannst betra að spila gegn því, sérstaklega þegar þeir voru að koma hátt með línuna þá var betra að komast innfyrir þá. Vindurinn greip boltann mjög mikið í fyrri hálfleik."
Í uppbótartíma vilja HK fá víti eftir að Haukur fór í tæklingu á Arnþór Atla eftir skot. Var þetta víti?
"Mér fannst það ekki. Hann nær fullkomlega góðu skoti sem fer bara framhjá og hann viðurkennir að þetta hafi ekki verið víti. Auðvitað biðja þeir um eitthvað."
Valsmenn geta unnið alls konar, 5-4 síðast í sóknarveislu og nú 1-0 í allt öðrum leik.
"Við getum breytt okkur kerfi. Allt annar leikur en síðar, miklu lokaðri en við eigum mörg vopn í vopnabúrinu. Við stefnum á titilinn og megum ekkert hugsa of langt. Þetta er fljótt að breytast ef maður kemur ekki tilbúinn í hvern leik."
Nánar er rætt við Hauk í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir























