Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 31. desember 2020 15:42
Aksentije Milisic
Ole fyrir leikinn gegn Villa: Höfum breytt hugarfarinu
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það hafi orðið mikil breyting á hugarfari liðsins á undanförnu.

United er skyndilega einungis þremur stigum frá toppi deildarinnar og á leik til góða á Liverpool sem situr í efsta sætinu þegar nýtt ár gengur í garð. United getur jafnaði Liverpool að stigum með sigri gegn Aston Villa á morgun á Old Trafford.

„Það er mikil samkeppni í liðinu. Þú átt skilið að vera í liðinu ef þú ert að leggja eitthvað fram. Allir eru búnir að átta sig á því að það er heiður að vera hluti af þessu félagi," sagði Ole.

„Þetta er frábært félag með frábæra sögu. Við höfum unnið að því að breyta hugarfari liðsins og það hefur gengið vel."

Manchester United datt úr Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn RB Leipzig en liðið hefur hins vegar verið á miklu skriði í deildarkeppninni og getur eins og áður segir, jafnað Liverpool að stigum á toppi deildarinnar á morgun.
Athugasemdir
banner