„Þetta er mjög sætt, frábært að klára með sigri og marki líka," sagði Tómas Veigar Eiríksson, leikmaður Magna, eftir sigur liðsins gegn KF eftir vítaspyrnukeppni. Leikið var í 2. umferð Mjólkurbikarsins og staða var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og 2-2 eftir framlengingu.
KF klikkaði á þremur spyrnum, einu sinni oftar en gestirnir frá Grenivík. Tómas skoraði úr lokaspyrnunni og innsiglaði sigurinn.
KF klikkaði á þremur spyrnum, einu sinni oftar en gestirnir frá Grenivík. Tómas skoraði úr lokaspyrnunni og innsiglaði sigurinn.
„Það var erfitt að spila á þessum velli, harður og þurr í dag. Þetta var aðallega baráttuleikur og minna um gæði í dag."
Tómas er fyrrum leikmaður KF. Hvernig var að mæta sínum fyrrum liðsfélögum?
„Það er frábært. Fórum upp [KF] í fyrra, frábært að hitta strákana aftur."
Hvernig líst Tómasi á sumarið framundan?
„Vel, við erum búnir að æfa vel lengi þó að COVID hafi aðeins verið að trufla. Þetta verður hörku tímabil."
Magni fær HK í heimsókn í 3. umferð. Hvernig líst Tómasi á það og er völlurinn klár?
„Mjög vel. Það er alltaf erfitt að koma á Grenivíkina og völlurinn gæti ekki verið betri," sagði Tómas Veigar að lokum.
Önnur viðtöl frá Ólafsfirði:
Milo: Svona voru allir leikir á sínum tíma
Grétar Áki: Kannski var það rétt, kannski vitlaust
Sveinn: Nei, ég hef engar áhyggjur
Athugasemdir






















