„Þetta var ekki mjög fallegur leikur og allir búnir að leggja sig fram en við vitum að þegar kemur að vítaspyrnukeppni þá snýst þetta um heppni," sagði Slobodan Milisic, þjálfari KF, eftir tap gegn Magna í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Ólafsfjarðarvelli í 2. umferð Mjólkurbikarsins.
„Ég er mjög ánægður með margt en það er líka margt sem þarf að laga. Boltinn var ekki að flæða eins og við viljum. Þetta var síðasta prófraunin fyrir fyrsta leik í deild. Leikurinn var harður og völlurinn hafði líka áhrif, ekki fullkominn."
Vantaði marga leikmenn í hóp KF í dag?
„Já, okkur vantaði í rauninni fjóra leikmenn. Tveir eru í sóttkví, einn er á leiðinni erlendis frá og sá fjórði er ekki búinn að fá leikheimild."
Það var vel mætt á leikinn í dag var ekki gaman að því að sjá marga áhorfendur?
„Jú, þetta kom mér svolítið á óvart. Ég er vanur því að vera hér og þetta var oft svipað, gaman í dag."
Milo lék á sínum ferli með Leiftri á Ólafsfirði. Minnti þetta hann á gamla tíma?
„Já, svona voru allir leikir á sínum tíma. Þetta fólk er með reynslu þegar þarf að styðja við liðið. Vonandi verður þetta áfram svona í sumar," sagði Milo að lokum.
Önnur viðtöl frá Ólafsfirði:
Tómas Veigar: Líst vel á að fá HK á Grenivíkina
Sveinn: Nei, ég hef engar áhyggjur
Grétar Áki: Kannski var það rétt, kannski vitlaust
Athugasemdir






















