„Ég er sáttur með frammistöðuna og baráttuna en svekktur með að hafa dottið út," sagði Grétar Áki Bergsson, fyrirliði KF, eftir tap gegn Magna í vítaspyrnukeppni.
Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og 2-2 eftir framlengingu. Vítaspyrnukeppnin fór svo 6-7 fyrir gestina.
Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og 2-2 eftir framlengingu. Vítaspyrnukeppnin fór svo 6-7 fyrir gestina.
KF er spáð 12. sætinu í spá Fótbolta.net fyrir 2. deildina í sumar. Hvað finnst Áka um það?
„Ég pæli ekkert í þessari spá en það er fínt að vera spáð svona neðarlega, þá getur maður komið á óvart."
Fannst Áka niðurstaðan 2-2 sanngjörn eftir framlengingu?
„Við skorum seint í seinni hálfleiknum og þá eigum við að klára þetta. Ég sé ekki hvað gerist þegar þeir fá víti, kannski var það rétt, kannski vitlaust, ég veit það ekki. Við eigum að klára þetta ef það eru bara fimm mínútur eftir."
Önnur viðtöl frá Ólafsfirði:
Tómas Veigar: Líst vel á að fá HK á Grenivíkina
Milo: Svona voru allir leikir á sínum tíma
Sveinn: Nei, ég hef engar áhyggjur
Athugasemdir
























