banner
   sun 20. ágúst 2017 11:10
Magnús Már Einarsson
Kristó Sigurgeirs spáir í 16. umferð Pepsi-deildarinnar
Kristófer Sigurgeirsson.
Kristófer Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen og Guðjón Pétur Lýðsson verða í stuði saman gegn Grindavík samkvæmt spá Kristófers.
Patrick Pedersen og Guðjón Pétur Lýðsson verða í stuði saman gegn Grindavík samkvæmt spá Kristófers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson fékk engan réttan þegar hann spáði í leikina í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. Laugi tippaði á fimm leiki en ekki sex þar sem leik FH og Fjölnis var frestað.

Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis R, spáir í leikina í sextándu umferðinni í dag og á morgun. Leikirnir þar eru einnig fimm þar sem leik KR og FH var frestað.

ÍA 2 - 2 ÍBV (16:00 í dag)
Því miður fyrir bæði lið þá endar þessi í jafntefli. Staðan verður 1-1 á 90. mín eftir mörk frá Arnari Má (ÍA) og Pablo Punyed (ÍBV). Gunnar Heiðar skorar svo á 92. mín og ÍBV-arar halda að þetta sé komið. En Viktor Margeirs tekur eina sleggju af 40 metrunum sem fer beint í „Upper 90“, leikur flautaður af.

Víkingur R. 1 - 2 KA (18:00 í dag)
Það verður mikil dramatík í Víkinni en bæði lið eru gríðarlega föst fyrir. Það verður nóg að gera hjá dómara leiksins að lyfta spjöldum. Þó svo bæði lið láti finna fyrir sér þá spila þau skemmtilegan bolta og verður þetta hin mesta skemmtun og fær titilinn „Mest fyrir peninginn“ eftir umferðina. Arnþór Ingi skorar fyrir Víkinga og Elfar Árni og Ásgeir Sigurgeirs fyrir KA.

Víkingur Ó 0 - 2 Breiðablik (18:00 í dag)
Blikarnir munu hreinlega klára þennan leik. Vísu vont að vera án Kidda og Arnþórs, en eins og góður maður sagði þá er „Eins manns dauður, annars manns brauður“ og skora Bjarnasynir Aron og Ernir mörkin. Guðmundur Steinn lætur Gulla verja víti frá sér.

Valur 4 - 1 Grindavík (19:15 á morgun)
Því miður fyrir vin minn Óla Stefán þá verða Valsarar í feiknarstuði í þessum leik. Valur á teppinu er eitthvað sem allir hræðast og munu þeir leika á alls oddi. Guðjón Pétur verður að vanda í aðal hlutverki en samvinna hans og Patrik Pedersen í þessum leik verður eins góð og glassúr á snúð. Patrik 2 mörk, GPL 1 og Orri Sigurður finnur engan til að gefa á og tekur sitt annað skot á ferlinum. No brainer að Andri Rúnar skorar eftir sendingu frá Alexander Veigari fyrir Grindavík.

Stjarnan 1 - 3 Fjölnir (19:15 á morgun)
Hér væri auðvelt að henda í heimasigur enda Stjarnan með ótrúlega gott lið, en það er eitthvað sem segir mér að Pústarinn (Ágúst Gylfason) komi með masterplan í þennan leik, hendi í eitthvað alveg nýtt leikkerfi og allt gengur upp. Óttar Bjarni skorar fyrir Stjörnuna eftir mikinn einleik hjá Hilmari Árna. Þórir Guðjóns verður með tvennu og Ingimundur Níels potar inn einum á fjærstönginni.

Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Rikki G - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Egill Ploder - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Einar Örn Jónsson - 2 réttir
Lárus Orri Sigurðsson - 2 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Kjartan Atli Kjartansson - 1 réttur
Guðlaugur Baldursson - 0 réttir
Hjálmar Örn Jóhannsson - 0 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner