Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. febrúar 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Samantekt: Þetta gerðu ensku félögin á Gluggadeginum
Enzo Fernandez er dýrasti leikmaður í sögu enska boltans.
Enzo Fernandez er dýrasti leikmaður í sögu enska boltans.
Mynd: BBC
Gluggadagurinn var í gær. Af því fjármagni sem var notað í leikmannakaup í fimm stærstu deildunum í janúarglugganum eyddu ensku félögin 79% af því.

Hafðir þú öðrum hnöppum að hneppa en að vera að endurræsa Fótbolta.net allan daginn? Engar áhyggjur, hér er samantekt á öllu því helsta sem gerðist hjá enskum úrvalsdeildarfélögum á Gluggadeginum.

Forsíðufréttin er að sjálfsögðu að Chelsea gerði Enzo Fernandez að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans. Þessi 22 ára argentínski heimsmeistari var keyptur á 107 milljónir punda. Fyrra met átti Manchester City sem keypti Jack Grealish á 100 milljónir punda 2021.

Tottenham klófesti spænska hægri bakvörðinn Pedro Porro frá Sporting Lissabon. Hann kemur á lánssamningi en Tottenham skuldbindur sig til að kaupa hann fyrir 40 milljónir punda. Matt Doherty yfirgaf Tottenham og fór til Atletico Madrid í áhugaverðum skiptum og Djed Spence var lánaður til Frakklands.

Topplið Arsenal tók upp veskið og borgaði tólf milljónir punda fyrir ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea. Óvæntar vendingar urðu þegar Manchester United, sem er í fjórðu sæti, fékk austurríska miðjumanninn Marcel Sabitzer lánaðan frá Bayern München.

Southampton sló félagsmet með því að borga 22 milljónir punda fyrir ganverska vængmanninn Kamaldeen Sulemana og fékk einnig nígeríska sóknarmanninn Paul Onuachu.

Bournemouth keypti úkraínska miðvörðinn Illia Zabarnyi fyrir 24 milljónir punda og Fílabeinsstrendinginn Hamed Traore sem mun kosta 20 milljónir punda.

Aðrir nýliðar í Nottingham Forest höfðu einnig nóg að gera. Félagið fékk brasilíska varnarmanninn Felipe frá Atletico Madrid og miðjumanninn Jonjo Shelvey frá Newcastle. Þá gekk markvörðurinn góðkunni Keylor Navas á láni frá Paris St-Germain.

Varnarmaðurinn tröllvaxni Harry Souttar var keyptur til Leicester frá Stoke en verðmiðinn á honum gæti farið upp í 20 milljónir punda. Crystal Palace fékk franska unglingalandsliðsmanninn Naouirou Ahamada frá Stuttgart á um 10 muilljónir punda.

Hlutirnir gerðust hratt þegar Manchester City lánaði Joao Cancelo til Bayern München til sumars. Ekki er búist við því að Cancelo muni snúa aftur til City en Bayern er með ákvæði um að geta keypt á hann á rúmlega 60 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner