Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Rostov í Rússlandi en þessi 24 ára leikmaður gekk í raðir félagsins í sumar frá Granada. Rostov er í þriðja sæti eftir átta umferðir.
„Það hefur gengið vel hjá liðinu til að byrja með og það er alltaf skemmtilegt þegar það gengur vel. Rússneska deildin er varnarsinnuð og taktísk, hún er ólík því sem ég átti að venjast á Spáni. En það hentar mér vel og það hefur gengið vel til að byrja með," segir Sverrir.
Þrátt fyrir að vera ekki gamall hefur Sverrir víða komið við síðan hann flaug úr hreiðrinu hjá Breiðabliki.
„Ég byrjaði í Noregi og tók svo skref til Belgíu. Þetta hafa allt verið skref upp á við. Svo fór ég til Spánar í janúar og það fór eins og það fór (liðið féll) en ég vildi fá stærri áskorun og vera að spila á eins háu „leveli" og hægt var. Ég tók þetta skref og er mjög sáttur við það í dag."
Sverrir segir gaman að takast á við nýja menningu og nýtt ævintýri og segir að sér hafi gengið vel að aðlagast rússneska lífinu.
Sverrir hefur verið þriðji miðvörður íslenska landsliðsins, á eftir Kára og Ragnari. Líklegt má teljast að hann byrji á bekknum gegn Finnlandi á laugardaginn.
„Hvort sem það er ég eða einhver annar sem spila þá erum við allir saman í þessu. Það er mikilvægast að ná markmiði okkar að komast til Rússlands. Ég verð klár á laugardag, hvort sem það verður frá byrjun eða síðustu fimm mínúturnar," segir Sverrir „Þetta er hörkuriðill sem mun líklega ráðast í síðustu umferð."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir






















