Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 03. júní 2022 21:57
Ingi Snær Karlsson
Úlfur Arnar: Fannst við samt alltaf eiga einn gír inni
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við bara vera flottir í fyrri hálfleik, mér fannst við samt alltaf eiga einn gír inni." sagði Úlfur Arnar eftir 3-1 sigur á KV í 5. umferð Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 KV

„Við vorum sjálfum okkar verstir og það sýnir sig í því hversu klaufalega við gefum þeim hornspyrnuna sem þeir jafna úr. En í hálfleik þá áttum við gott samtal um það að gefa aðeins í, spýta aðeins í lófanna og fara upp um einn gír. Við vissum að þetta yrði þolinmæðis verk, sem varð rauninn. Blessunarlega náðum við inn marki og náðum að sigla þessu heim."

Hvernig lögðuð þið leikinn upp á móti KV?

„Vissum að þeir eru í erfiðri stöðu og eru að berjast fyrir lífi sínu. Það er alltaf erfitt að mæta svoleiðis liðum, þeir voru svo sannarlega með blóðið á tönnunum. Við lögðum leikinn bara þannig upp að við vildum hafa stjórn á leiknum, vildum halda í boltann og ná að keyra af stað okkar uppspil. Mér fannst við bara gera það ágætlega en eins og ég segi, mér fannst vanta alltaf svona aðeins meira í fyrri hálfleik, áttum inni einn auka gír en í seinni hálfleik fannst mér við gera þetta hraðar og betur."

Hvað fannst þér um öll vafaatriðin í lok leiks?

„Frá mér séð, þegar þeir vilja fá vítaspyrnu þá fer þetta í bringuna á honum. En ég svo sem er ekki hundrað prósent viss. Mér fannst dómarinn tækla þetta nokkuð vel held ég. Eins og þú segir, það var hiti og action og nóg að taka fyrir hann og held að hann hafi nú bara gert þetta nokkuð vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner