Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fös 03. júní 2022 21:57
Ingi Snær Karlsson
Úlfur Arnar: Fannst við samt alltaf eiga einn gír inni
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við bara vera flottir í fyrri hálfleik, mér fannst við samt alltaf eiga einn gír inni." sagði Úlfur Arnar eftir 3-1 sigur á KV í 5. umferð Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 KV

„Við vorum sjálfum okkar verstir og það sýnir sig í því hversu klaufalega við gefum þeim hornspyrnuna sem þeir jafna úr. En í hálfleik þá áttum við gott samtal um það að gefa aðeins í, spýta aðeins í lófanna og fara upp um einn gír. Við vissum að þetta yrði þolinmæðis verk, sem varð rauninn. Blessunarlega náðum við inn marki og náðum að sigla þessu heim."

Hvernig lögðuð þið leikinn upp á móti KV?

„Vissum að þeir eru í erfiðri stöðu og eru að berjast fyrir lífi sínu. Það er alltaf erfitt að mæta svoleiðis liðum, þeir voru svo sannarlega með blóðið á tönnunum. Við lögðum leikinn bara þannig upp að við vildum hafa stjórn á leiknum, vildum halda í boltann og ná að keyra af stað okkar uppspil. Mér fannst við bara gera það ágætlega en eins og ég segi, mér fannst vanta alltaf svona aðeins meira í fyrri hálfleik, áttum inni einn auka gír en í seinni hálfleik fannst mér við gera þetta hraðar og betur."

Hvað fannst þér um öll vafaatriðin í lok leiks?

„Frá mér séð, þegar þeir vilja fá vítaspyrnu þá fer þetta í bringuna á honum. En ég svo sem er ekki hundrað prósent viss. Mér fannst dómarinn tækla þetta nokkuð vel held ég. Eins og þú segir, það var hiti og action og nóg að taka fyrir hann og held að hann hafi nú bara gert þetta nokkuð vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner