Kári Árnason hefur verið fastamaður í vörn íslenska landsliðsins undanfarin ár. Sverrir Ingi Ingason byrjaði leikinn gegn Úkraínu í dag. Var Kári tekinn út úr liðinu eða spilaði þreyta inn í eftir leikinn gegn Finnum?
„Ég gaf allt í þennan Finna leik og var kominn í vængbakvörð í lok leiks. Það var skiljanlegt að hann vildi ferskar lappir inn á í dag," sagði Kári eftir leikinn í kvöld.
„Það er leiðinlegt að vera ekki inn á. Það er leiðinlegt að horfa á þetta og fá ekki að vera með. Það skiptir engu. Það er lykilatriði að við unnum leikinn og ég var klár á bekknum ef það þurfti einhverja hjálp," sagði Kári sem er klár í næstu verkefni.
„Ég verð klár þegar kallið kemur, ef það kemur. Við erum allir saman í þessu. Það virða allir ákvörðun þjálfarans, hver sem hún er."
„Maður er í þessu til að spila. Ég er fullfrískur og hef sýnt hvað ég get en Heimir ákveður þetta og ég styð hans ákvörðun 100%."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























