Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   þri 07. júlí 2015 12:53
Elvar Geir Magnússon
Bjössi Hreiðars: Þrá að komast á Laugardalsvöll
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í undanúrslit Borgunarbikars karla í dag. Valur heimsækir KA og KR fær ÍBV í heimsókn. Við heyrðum í Sigurbirni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Vals, eftir dráttinn en leikur KA og Vals verður í lok mánaðarins.

„Mér lýst mjög vel á þetta verkefni. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni en gaman að fara á Akureyrarvöll. KA-menn hafa verið mjög skipulagðir í keppninni og gríðarlega erfitt að spila á móti þeim, sérstaklega fyrir norðan," segir Sigurbjörn.

„Við þurfum að eiga okkar allra besta leik og allir á tánum ef við ætlum áfram úr þessum leik. Menn þrá að komast á Laugardalsvöllinn."

Það er líklegt að Valur flytji heimaleiki sína á Laugardalsvöll í ágúst þar sem stefnan er sett á að setja gervigras á heimavöll liðsins á Hlíðarenda.

„Það er ekki útséð með neitt enn, ég tjái mig ekkert um það fyrr en það er komið á hreint. Við viljum allavega vera hérna í úrslitaleik."

Sigurbjörn er fyrrum þjálfari Hauka sem leika sína heimaleiki á gervigrasi. Hvernig finnst honum áætlanir Vals að flytjast alfarið á gervigras?

„Það eru kostir og gallar í þessu. Það verður þá að vera mjög gott gervigras. Gervigrasið í Hafnarfirði er ekkert sérstakt og ekki hægt að bera það saman við alvöru gervigras," segir Sigurbjörn en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar er einnig talað um næsta leik Vals sem er deildarleikur gegn Stjörnunni á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner