Greg Ryder þjálfari Þróttar var svekktur eftir 3-1 tap gegn Fylki í dag í hrikalega mikilvægum leik.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 1 Þróttur R.
„Mín fyrstu viðbrögð eru að ég er mjög svekktur með fyrstu fimm mínúturnar í seinni hálfleik. Við skoruðum rétt fyrir hálfleik og töluðum að það vera þéttir í byrjun seinni hálfleik en fengum á okkur ódýrt mark í byrjun seinni hálfleik og ég er mjög svekktur með það."
Það vakti mikla athygli að Viktor Jónsson byrjaði á bekknum en það var hluti af leikplani Greg.
„Við vissum að við þurftum að vinna mikið og mér fannst við þurftum að fá eitthvað öðruvísi inn af bekknum. Í stöðunni 1-1 hefði verið mjög gott að setja inn markahæsta leikmanninn okkar inná og við hefðum getað gert eitthvað sérstakt hér en fyrstu fimm mínúturnar í seinni hálfleik kom í veg fyrir það."
Þróttur á ennþá tölfræðilega möguleika á að komast upp í Pepsi deildina en það þarf ansi mikið að gerast til þess að það verði að veruleika. Greg horfir raunhæft á stöðuna.
„ Við getum gleymt því að fara upp ef við hugsum raunhæft. Við viljum alltaf vinna alla leiki og munum reyna að vinna síðustu tvo leikina. En við þurftum sigur í dag."
Greg klárar samninginn eftir tímabilið en hann segist vera sáttur hjá klúbbnum.
„Mér hefur ekki ennþá verið boðinn samningur en stjórnin hefur sagt við mig að þeir vilji halda mér og mér líður vel hér. Þetta veltur bara á því hvort að við séum sammála um stefnur klúbbsins og við ræðum það í lok tímabils." sagði Greg að lokum.
Athugasemdir

























