„Þetta er geggjuð tilfinning. Ég missti einmitt af þessu þegar ég var í FH en núna fæ ég að upplifa þetta með HK/Víking,“ sagði Maggý Lárentsínusdóttir, varnarmaður HK/Víkings, eftir 1-0 sigurinn á Selfossi sem tryggir liðinu Íslandsmeistaratitil 1. deildar og sæti í Pepsi-deild að ári.
Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 - 0 Selfoss
Maggý kom til HK/Víkings frá FH fyrir tímabilið og henni líður vel hjá nýja liðinu.
„Stelpurnar eru æðislegar og tóku mjög vel á móti mér. Þjálfararnir, aðstæður. Allt bara æði,“ sagði Maggý sem hafði alltaf trú á að markmiðið um að komast upp um deild næðist.
„Við erum með blöndu af efnilegum klókum leikmönnum og svo leikmönnum með reynslu. Erum mjög mikið baráttulið. Ég hafði mikla trú á þessu.“
Nánar er rætt við Maggý í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























