Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fös 09. september 2022 20:30
Unnar Jóhannsson
Guðni: Ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið inn
Hvort við endum númer 1 eða 2 er aukatriði
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Guðni Eiríksson þjálfari FH var sáttur með hversu mörk færi liðið skapaði sér í kvöld. Eðlilega hefði hann viljað sjá að minnsta kosti eitt mark líta dagsins ljós.

„Við byrjuðum sloppy, Fylkir kom mér aðeins á óvart. Hrós á þær ég átti frekar von á því að þær myndu liggja tilbaka. Þær fóru í þau pláss sem ég hélt að þær myndu ekki sækja í." sagði Guðni

„Mér fannst í raun eitt lið á vellinum í seinni hálfleik þrátt fyrir eitt færi hjá Fylki. Ef maður er hreinskilinn þá er ótrúlegt að boltinn skuli ekki hafa farið inn en þetta er stundum svona." 


Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Fylkir

FH-liðið fékk meira en 30 marktækifæri í kvöld.

„Einn af þessum dögum, ég væri ósáttari ef þú værir ekki með þessa tölfræði. Ef hún væri öfug, tvö marktækifæri. Það þýðir að við vorum að finna leiðina í gegnum Fylkisliðið sem hefur verið þétt tilbaka. En inn vildi boltinn ekki, því miður." 

Síðasti leikur deildarinnar verður við Tindastól

„Gleði og gaman, markmiðið númer 1,2 og 3 var að fara upp. Núna erum við bara að njóta og klára tímabilið á góðu nótunum. Verðum við númer 1 eða 2 er aukaatriði, það fara tvö lið upp og við erum annað þeirra. Markmiðinu er náð." 

Nánar er rætt við Guðna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner