Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 09. september 2022 20:30
Unnar Jóhannsson
Guðni: Ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið inn
Hvort við endum númer 1 eða 2 er aukatriði
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Guðni Eiríksson þjálfari FH var sáttur með hversu mörk færi liðið skapaði sér í kvöld. Eðlilega hefði hann viljað sjá að minnsta kosti eitt mark líta dagsins ljós.

„Við byrjuðum sloppy, Fylkir kom mér aðeins á óvart. Hrós á þær ég átti frekar von á því að þær myndu liggja tilbaka. Þær fóru í þau pláss sem ég hélt að þær myndu ekki sækja í." sagði Guðni

„Mér fannst í raun eitt lið á vellinum í seinni hálfleik þrátt fyrir eitt færi hjá Fylki. Ef maður er hreinskilinn þá er ótrúlegt að boltinn skuli ekki hafa farið inn en þetta er stundum svona." 


Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Fylkir

FH-liðið fékk meira en 30 marktækifæri í kvöld.

„Einn af þessum dögum, ég væri ósáttari ef þú værir ekki með þessa tölfræði. Ef hún væri öfug, tvö marktækifæri. Það þýðir að við vorum að finna leiðina í gegnum Fylkisliðið sem hefur verið þétt tilbaka. En inn vildi boltinn ekki, því miður." 

Síðasti leikur deildarinnar verður við Tindastól

„Gleði og gaman, markmiðið númer 1,2 og 3 var að fara upp. Núna erum við bara að njóta og klára tímabilið á góðu nótunum. Verðum við númer 1 eða 2 er aukaatriði, það fara tvö lið upp og við erum annað þeirra. Markmiðinu er náð." 

Nánar er rætt við Guðna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner