Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
   mán 09. september 2024 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Icelandair
Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld.
Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
„Þetta var leikur kjánalegra mistaka, það skemmdi fyrir okkur í fyrri hálfleiknum að lenda svona snemma undir," sagði Age Hareide þjálfari íslenska landsliðsins eftir 3 - 1 tap gegn Tyrklandi í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Við erum ekki vanir að gera þetta en svona gerist stundum í leikjum. Við sýndum samt góðan karakter með því að koma til baka og jafna. Svo lendum við 2-1 undir og eftir það áttum við líka góðan kafla og hefðum geta jafnað. Það var okkar besti kafli í leiknum," hélt hann áfram.

„Því miður vorum við ekki nógu góðir varnarlega í dag eins og við erum vanalega. Við verðum að halda áfram að vinna í því. Það er í okkar eigin höndum næst þegar við eigum Tyrkland og Wales heima."

Lætin í stuðningsmönnum voru yfirgnæfandi í Tyrklandi í kvöld en truflaði það íslenska liðið?

Nei, alls ekki, þetta er gott andrúmsloft til að spila fótbolta í. Það skiptir engu máli. Mér fannst margir leikmenn verða þreyttir þegar leið á leikinn Við lendum alltaf í vandræðum í seinni leikjunum okkar og við verðum að reyna að leysa það."

Geturðu tekið eitthvað jákvætt úr leiknum?

„Já algjörlega, karakterinn var mjög góður og þeir héldu áfram að berjast."
Athugasemdir
banner
banner