Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   mán 09. október 2017 22:04
Alexander Freyr Tamimi
Hörður Björgvin: Vallarstarfsmennirnir eiga inni „shoutout“
Icelandair
Hörður fagnar HM sætinu með góðvini sínum Magnúsi Gylfasyni.
Hörður fagnar HM sætinu með góðvini sínum Magnúsi Gylfasyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, var að vonum í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM í fyrsta skiptið í sögunni með 2-0 sigri gegn Kósóvó.

Hörður lék allan leikinn líkt og gegn Tyrklandi á dögunum og stóð sig vel í vörninni.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Kosóvó

„Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og þessir leikmenn sem eru í þessu liði, bara þessi liðsheild, þetta er svakalegt. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf fáránlega vel og allir sem hafa tengst þessu landsliði. Ég er bara mjög þakklátur að hafa verið partur af þessu," sagði Hörður Björgvin eftir leikinn.

„Maður man bara þegar maður var yngri að þá var ekki slegist um þessa miða á landsleiki, en núna er verið að selja miða á svörtum markaði.. þetta er bara fáránlegt að vera partur af þessu."

Hörður Björgvin hefur stimplað sig inn sem lykilmann í landsliðinu undanfarið eftir að hafa vermt varamannabekkinn í undankeppni og lokakeppni EM 2016. Hann viðurkennir að þetta sé munur.

„Þetta er aðeins öðruvísi. Loksins þegar maður fær tækifærið reynir maður að nýta það og ég hef gert það mjög vel. Persónulega finnst mér ég hafa staðið mig vel og auðvitað er bara geðveikt að fá tækifærið og nýta það, að fá að vera partur af þessum hóp og fá að spila fyrir þessa þjóð og hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig er bara ómetanlegt," sagði Hörður, sem var ánægður með leik kvöldsins.

„Það gekk bara mjög vel. Það var tilhlökkun og við notuðum það sem orku í þessum leik. Það var gott að skora þetta mark, það létti aðeins á okkur og þá vildum við keyra á þá og skora annað mark þannig þetta væri öruggt fyrir okkur. En ég hrósa Kósóvó í hástert fyrir þeirra spilamennsku og líka vallarstarfsmönnum Laugardalsvallar, þeir hafa staðið sig fáránlega vel og þeir eiga inni smá "shoutout" frá kallinum. Það er gaman að þeir séu að vinna vel og hjálpa okkur að halda vellinum svona góðum," sagði Hörður.

Hörður var sterklega orðaður við FC Rostov í Rússlandi í síðasta félagaskiptaglugga og var spurður hvort það væri ekki ágætt að skella sér þangað og venjast landinu fyrir HM.

„Ég var næstum því farinn þangað.. Ég held öllu opnu og við sjáum til hvað gerist í janúar. En ég er samningsbundinn Bristol og mun klára það verkefni eins vel og ég get," sagði Hörður, sem viðurkennir að það hafi tekið á að fá ekki að spila.

„Ef ég fæ ekki að sinna minni vinnu með að spila er maður auðvitað vonsvikinn. Þeir skilja það vel og auðvitað á maður að vera pirraður þegar maður er ekki að spila. En ég bara held mínu striki og bíð eftir mínu tækifæri, ef það kemur ekki sjáum við hvað gerist í næsta glugga."

Hann segir að landsleikjaverkefnin hafi haldið sér uppi andlega í gegnum þá erfiðleika sem fylgdu litlum spiltíma hjá Bristol.

„Það léttir heilmikið á mér, ég finn það bara sjálfur andlega að þetta bjargar mér helling. Ég fæ ekkert að spila þó ég sé að spila með landsliðinu en okkur gengur vel í Bristol og þannig á það að vera," sagði Hörður sem hlakkaði til að fagna með stuðningsmönnum á Ingólfstorgi.

„Ég vil þakka fyrir allan stuðninginn sem við höfum fengið alla undankeppnina, án stuðningsmannanna hefðum við ekki gert þessar rósir sem við erum búnir að gera," sagði Hörður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner