Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   mið 10. júlí 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig: Þetta hjálpar klárlega til við að hlaupa meira í leiknum
Sigurvegarinn hjá Stjörnunni og Levadia mætir Espanyol
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við keppumst um það á hverju ári að komast í þessa Evrópukeppni. Það er ekki bara út af peningunum heldur út af því að við fáum nýja andstæðinga sem við höfum yfirleitt ekki spilað gegn áður," segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag en liðið fær eistneska lið Levadia Tallin í heimsókn í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar annað kvöld klukkan 20:00.

Ledavia er í öðru sæti í eistnesku deildinni í augnablikinu, fimm stigum á eftir toppliði Flora og fimm stigum á undan Nomme Kajlu sem Stjarnan sló út í fyrra. Ledavia er með +46 í markatölu eftir 19 umferðir.

„Eistneska deildin er mjög tvískipt. Það eru fjögur mjög svipuð lið sem eru í þeirri deild. Mér sýnist Levadia vera svipaðir að styrkleika eða kannski aðeins öflugri en Nome. Við slógum Nomme út í fyrra og stefnum á að gera það sama í ár."

Sigurvegarinn úr leik Stjörnunnar og Levadia mætir spænska liðinu Espanyol í 2. umferð og því er til mikils að vinna.

„Við vitum af þessu og þetta hjálpar klárlega til við að hlaupa meira í leiknum. Það skiptir máli fyrir klúbbinn peningalega að komast áfram, að minnsta kosti eina umferð."

Baldur reiknar með góðri stemningu á Samsung-vellinum í Garðabæ annað kvöld. „Það hefur yfirleitt verið full stúka og mikil stemning á Evrópuleikjum. Við erum í sérstökum Evrópubúningum sem Siggi Dúlla hannaði. Hann er grafískur hönnuður og mikill smekksmaður," sagði Baldur.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Baldur í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner