,,Þetta var æðislegt og frábær tilfinning og það var snilld að ná þremur stigum í kvöld," sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir 2-1 sigur Íslands á Albaníu í kvöld.
Kolbeinn skoraði sigurmarkið á laglegan hátt í byrjun fyrri hálfleiks. ,,Ég hitti hann vel með hælnum. Hann fór beint í fjærhornið. Þetta var góð snerting og gott mark."
Kolbeinn skoraði sigurmarkið á laglegan hátt í byrjun fyrri hálfleiks. ,,Ég hitti hann vel með hælnum. Hann fór beint í fjærhornið. Þetta var góð snerting og gott mark."
Ísland er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins fyrir lokaleikina gegn Kýpur og Noregi og því er góður möguleiki á sæti í umspili um sæti á HM.
,,Við erum í góðum málum. Svisslendingar virðast ætla að vinna riðilinn þannig að við þurfum að taka 2. sætið. Ég held að við þurfum að vinna báða leikina sem eftir eru, það er klárt."
Uppselt var á Laugardalsvelli í kvöld og Kolbeinn var virkilega ánægður með stuðninginn.
,,Þetta var frábær stemning og allir studdu við bakið á okkur. Það skilaði sér í kvöld og ég geri ráð fyrir að það verði fullt á næsta leik líka."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir