Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 11. apríl 2019 11:40
Elvar Geir Magnússon
Tómas Þór sér um enska boltann: Reynum að fara eins oft út og mögulegt er
Ráðinn ritstjóri enska boltans á Símanum
Tómas er nýr ritstjóri enska boltans á Símanum. Bjarni Þór Viðarsson, Logi Bergmann Eiðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru í teyminu.
Tómas er nýr ritstjóri enska boltans á Símanum. Bjarni Þór Viðarsson, Logi Bergmann Eiðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru í teyminu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður er að færa sig um set en hann mun hætta störfum hjá Sýn og verður ritstjóri enska boltans hjá Símanum á næsta tímabili.

Enski boltinn fer yfir á Símann frá og með næsta mánuði en sérstakur kynningarfundur var haldinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag.

Tómas Þór er spenntur fyrir nýju starfi.

„Þetta er gríðarleg ábyrgð en fyrst og fremst ógeðslega skemmtilegt hvað eru miklir möguleikar í þessu. Það verður öðruvísi nálgun og í meiri takti við það sem er að gerast úti," segir Tómas Þór en mánaðaráskriftin mun verða 4.500 krónur.

„Fyrir þetta verð þori ég að fullyrða að það verður enginn svikinn. Þetta er risapakki sem Síminn hefur tekið á sig."

Teymi Símans verður með annan fótinn á Englandi og mun vinna þar efni, senda út beint frá hliðarlínunni og lýsa leikjum beint frá leikjum.

„Það sem ég er spenntastur fyrir er viðveran á vellinum. Við ætlum að reyna að fara eins oft út og mögulegt er. Það verður rosalega skemmtilegt að fá að standa á Old Trafford og Anfield," segir Tómas.

Sjáðu viðtalið við Tómas Þór í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner