
Það var að vanda létt yfir Aroni Einari Gunnarssyni á fréttamannafundi Íslands í dag en fréttamenn frá Tékklandi eru mættir til landsins og óttast þeir greinilega löng innköst Arons.
Mark Íslands í fyrri leik þessara liða kom einmitt eftir eitt slíkt og voru Aron og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari spurðir að því hvort búast mætti við öðru marki eftir langt innkast á morgun.
Mark Íslands í fyrri leik þessara liða kom einmitt eftir eitt slíkt og voru Aron og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari spurðir að því hvort búast mætti við öðru marki eftir langt innkast á morgun.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sló Aron Einar á létta strengi og strauk yfir öxlina með bros á vör og sagðist finna til svo hann væri ekki viss um hvort hann gæti grýtt boltanum langt á morgun.
„Svo ég svari því hvort þetta get gerst aftur þá er svarið já," sagði Heimir svo þegar túlkurinn var búinn að þýða orð Arons.
Athugasemdir