
KSÍ er með fréttamannafund á Laugardalsvelli í dag klukkan 13:15. Fótbolti.net fylgist með fundinum í beinni textalýsingu.
Á fundinum mun Arnar Gunnlaugsson opinbera leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir komandi umspilsleiki við Kósovó. Þetta er fyrsti hópurinn sem Arnar velur síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari.
Á fundinum mun Arnar Gunnlaugsson opinbera leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir komandi umspilsleiki við Kósovó. Þetta er fyrsti hópurinn sem Arnar velur síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari.
Ísland mætir Kósovó í tveimur umspilsleikjum. Sigurvegari viðureignarinnar verður í B-deild næst þegar Þjóðadeildin verður spiluð. Tapliðið verður í C-deildinni.
Útileikurinn, fyrri leikur umspilsins, fer fram í Pristina í Kósovó 20. mars. Heimaleikur Íslands fer fram í Murcia á Spáni þar sem framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli. Sá leikur verður 23. mars.

13:26
Fundinum er lokið
Arnar hefur lokið máli sínu í dag og við þökkum þar með fyrir okkur í bili.
Frekari fréttir af fundinum koma á vef Fótbolta.net nú í dag
Eyða Breyta
Fundinum er lokið
Arnar hefur lokið máli sínu í dag og við þökkum þar með fyrir okkur í bili.
Frekari fréttir af fundinum koma á vef Fótbolta.net nú í dag
Eyða Breyta
13:22
Arnar ánægður að fá Albert inn
Arnar er ánægður að Albert hefur náð sér af sínum meiðslum og er klár í verkefnið. Gríðarlegur styrkur að fá hann inn að mati Arnars.
Eyða Breyta
Arnar ánægður að fá Albert inn
Arnar er ánægður að Albert hefur náð sér af sínum meiðslum og er klár í verkefnið. Gríðarlegur styrkur að fá hann inn að mati Arnars.
Eyða Breyta
13:19
Héldu í vonina um Jóhann Berg fram á síðustu stundu.
Jóhann Berg var í samskiptum við Arnar alveg fram á síðustu stundu. Hann fór í myndatöku í Manchester í gær og kom þar í ljós að meiðslin væru verri en menn vonuðust til. Hann verður þó á svipuðum slóðum og liðið á Spáni og verður í tengslum við hópinn.
Eyða Breyta
Héldu í vonina um Jóhann Berg fram á síðustu stundu.
Jóhann Berg var í samskiptum við Arnar alveg fram á síðustu stundu. Hann fór í myndatöku í Manchester í gær og kom þar í ljós að meiðslin væru verri en menn vonuðust til. Hann verður þó á svipuðum slóðum og liðið á Spáni og verður í tengslum við hópinn.
Eyða Breyta
13:16
Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands
Aron Einar verður ekki fyrirliði í komandi leikjum. Arnar hefur afhent Orra fyrirliðabandið og er Hákon Arnar varafyrirliði.
Aron Einar sýndi ákvörðun Arnars skilning þótt hann hafi ekkert endilega verið hoppandi kátur við tíðindin.
Eyða Breyta
Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands
Aron Einar verður ekki fyrirliði í komandi leikjum. Arnar hefur afhent Orra fyrirliðabandið og er Hákon Arnar varafyrirliði.
Aron Einar sýndi ákvörðun Arnars skilning þótt hann hafi ekkert endilega verið hoppandi kátur við tíðindin.
Eyða Breyta
13:08
Einn nýliði þó
Lúkas J. Blöndal Petersson er nýliði í hópnum og kemur það að öllum líkindum til vegna þess að Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið að glíma við meiðsli.
Lúkas sem er á mála hjá Hoffenheim hefur staðið á milli stanganna hjá u-21 árs landsliðinu og var hluti af U-19 ára landsliðinu sem fór á lokamót EM árið 2023.
Eyða Breyta
Einn nýliði þó
Lúkas J. Blöndal Petersson er nýliði í hópnum og kemur það að öllum líkindum til vegna þess að Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið að glíma við meiðsli.
Lúkas sem er á mála hjá Hoffenheim hefur staðið á milli stanganna hjá u-21 árs landsliðinu og var hluti af U-19 ára landsliðinu sem fór á lokamót EM árið 2023.
Eyða Breyta
13:00
Fátt óvænt svo að segja.
Hópurinn má segja að sé á pari við það sem búast mátti við og fátt óvænt í vali Arnars fyrir þessa mikilvægu leiki gegn Kosovó.
Menn veltu fyrir sér í aðdraganda dagsins í dag hvort að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson yrðu í fyrsta landsliðshópi Arnar Gunnlaugssonar með liðið.
Það er svo skarð fyrir skildi að Jóhann Berg Guðmundsson er ekki leikfær en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og er því ekki í hópnum.
Eyða Breyta
Fátt óvænt svo að segja.
Hópurinn má segja að sé á pari við það sem búast mátti við og fátt óvænt í vali Arnars fyrir þessa mikilvægu leiki gegn Kosovó.
Menn veltu fyrir sér í aðdraganda dagsins í dag hvort að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson yrðu í fyrsta landsliðshópi Arnar Gunnlaugssonar með liðið.
Það er svo skarð fyrir skildi að Jóhann Berg Guðmundsson er ekki leikfær en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og er því ekki í hópnum.
Eyða Breyta
13:00
Albert og Aron Einar með en Gylfi ekki á lista
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 17 leikir
Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG Hoffenheim
Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 15 leikir
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 4 leikir
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 55 leikir, 3 mörk
Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 104 leikir, 5 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 47 leikir, 2 mörk
Logi Tómasson - Stromsgodset - 7 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 25 leikir, 1 mark
Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 16 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 63 leikir, 6 mörk
Júlíus Magnússon - IF Elfsborg - 5 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 31 leikur, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC -19 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 42 leikir, 6 mörk
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 37 leikir, 10 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 2 leikir
Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 15 leikir
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 30 leikir, 8 mörk
Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 14 leikir, 5 mörk
Eyða Breyta
Albert og Aron Einar með en Gylfi ekki á lista
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 17 leikir
Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG Hoffenheim
Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 15 leikir
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 4 leikir
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 55 leikir, 3 mörk
Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 104 leikir, 5 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 47 leikir, 2 mörk
Logi Tómasson - Stromsgodset - 7 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 25 leikir, 1 mark
Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 16 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 63 leikir, 6 mörk
Júlíus Magnússon - IF Elfsborg - 5 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 31 leikur, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC -19 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 42 leikir, 6 mörk
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 37 leikir, 10 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 2 leikir
Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 15 leikir
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 30 leikir, 8 mörk
Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 14 leikir, 5 mörk
Eyða Breyta
12:02
Staðan á heimslistanum
Kósovó er eitt yngsta landslið í heimi, eftir að þjóðin fékk sjálfstæði, og lék sinn fyrsta opinbera leik árið 2014. Kósovóska landsliðið er í 99. sæti á heimslistanum en Ísland er í 70. sæti.
Eyða Breyta
Staðan á heimslistanum
Kósovó er eitt yngsta landslið í heimi, eftir að þjóðin fékk sjálfstæði, og lék sinn fyrsta opinbera leik árið 2014. Kósovóska landsliðið er í 99. sæti á heimslistanum en Ísland er í 70. sæti.
10.03.2025 15:00
Sextán ára leikmaður valinn fyrir leikina gegn Íslandi
Eyða Breyta
11:38
Ef við horfum aðeins lengra fram í tímann...
Ísland hefur leik í undankeppni HM í haust. Ísland er í fjögurra liða riðli í undankeppninni, með sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni, Úkraínu og Aserbaídsjan. Það er ljóst að það verður mjög erfitt fyrir Ísland að komast á HM, en það er allt hægt í þessu.
„Við eigum möguleika á að komast þangað. Margir eru frekar kannski að horfa til EM 2028 en við eigum að setja okkur háleit markmið og stefna á HM í Bandaríkjunum 2026. Ef ég þekki Kanann rétt verður það stærsta íþróttahátíð sögunnar. Við viljum vera með en allt þarf að ganga upp. Ég sé klárlega möguleika á að ná því markmiði," sagði Arnar Gunnlaugsson í janúar.
Eyða Breyta
Ef við horfum aðeins lengra fram í tímann...

Ísland hefur leik í undankeppni HM í haust. Ísland er í fjögurra liða riðli í undankeppninni, með sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni, Úkraínu og Aserbaídsjan. Það er ljóst að það verður mjög erfitt fyrir Ísland að komast á HM, en það er allt hægt í þessu.
„Við eigum möguleika á að komast þangað. Margir eru frekar kannski að horfa til EM 2028 en við eigum að setja okkur háleit markmið og stefna á HM í Bandaríkjunum 2026. Ef ég þekki Kanann rétt verður það stærsta íþróttahátíð sögunnar. Við viljum vera með en allt þarf að ganga upp. Ég sé klárlega möguleika á að ná því markmiði," sagði Arnar Gunnlaugsson í janúar.
Eyða Breyta
11:34
„Við erum með mjög góða varnarmenn“
Margir telja að hausverkur íslenska liðsins sé varnarleikurinn og halda því fram að við eigum einfaldlega ekki nægilega marga góða varnarmenn. Arnar var spurður út í þessa umræðu þegar hann tók við í janúar.
„Ég hef fylgst með þeirri umræðu og er bara ósammála henni. Við þurfum að átta okkur á styrkleikum og veikleikum hvers og eins. Okkar draumahafsentapar á sínum tíma, Kári og Raggi, voru ekki fullkomnir fótboltamenn en við náðum að nýta þeirra styrkleika og takmarka veikleikana. Það er hlutverk teymisins, finna leikkerfi sem hentar. Ef það er eitthvað sem ég hef lært sem þjálfari er að ef þú ert ekki með sterkan varnarleik þá vinnur þú ekki rassgat," segir Arnar.
„Við þurfum að ná tökum á varnarleiknum en við erum með mjög góða varnarmenn. Það þarf bara að finna rétta leikkerfið sem mun henta okkur."
Eyða Breyta
„Við erum með mjög góða varnarmenn“
Margir telja að hausverkur íslenska liðsins sé varnarleikurinn og halda því fram að við eigum einfaldlega ekki nægilega marga góða varnarmenn. Arnar var spurður út í þessa umræðu þegar hann tók við í janúar.
„Ég hef fylgst með þeirri umræðu og er bara ósammála henni. Við þurfum að átta okkur á styrkleikum og veikleikum hvers og eins. Okkar draumahafsentapar á sínum tíma, Kári og Raggi, voru ekki fullkomnir fótboltamenn en við náðum að nýta þeirra styrkleika og takmarka veikleikana. Það er hlutverk teymisins, finna leikkerfi sem hentar. Ef það er eitthvað sem ég hef lært sem þjálfari er að ef þú ert ekki með sterkan varnarleik þá vinnur þú ekki rassgat," segir Arnar.
„Við þurfum að ná tökum á varnarleiknum en við erum með mjög góða varnarmenn. Það þarf bara að finna rétta leikkerfið sem mun henta okkur."
16.01.2025 15:05
„Hef fylgst með þeirri umræðu og er ósammála henni“
Eyða Breyta
11:30
Heimaleikurinn spilaður á Spáni
Ísland mætir Kósovó í tveimur umspilsleikjum. Sigurvegari viðureignarinnar verður í B-deild næst þegar Þjóðadeildin verður spiluð. Tapliðið verður í C-deildinni.
Útileikurinn, fyrri leikur umspilsins, fer fram í Pristina í Kósovó 20. mars. Heimaleikur Íslands fer fram í Murcia á Spáni þar sem framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli. Sá leikur verður 23. mars.
„Við ætlum að vera í Spáni í undirbúningnum og förum svo þaðan til Pristina. Eftir leikinn í Kósovó förum við svo aftur til Spánar þar sem heimaleikur okkar fer fram. Við þekkjum vel til þarna á Spáni, vitum að aðstaðan er góð og fáum þar frið þar til undirbúa liðið. Við mátum það þannig að við myndum fá meira út úr því að hittast fyrst á Spáni, þekkjum allar aðstæður og höfum verið þarna áður," segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.
Eyða Breyta
Heimaleikurinn spilaður á Spáni
Ísland mætir Kósovó í tveimur umspilsleikjum. Sigurvegari viðureignarinnar verður í B-deild næst þegar Þjóðadeildin verður spiluð. Tapliðið verður í C-deildinni.
Útileikurinn, fyrri leikur umspilsins, fer fram í Pristina í Kósovó 20. mars. Heimaleikur Íslands fer fram í Murcia á Spáni þar sem framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli. Sá leikur verður 23. mars.
„Við ætlum að vera í Spáni í undirbúningnum og förum svo þaðan til Pristina. Eftir leikinn í Kósovó förum við svo aftur til Spánar þar sem heimaleikur okkar fer fram. Við þekkjum vel til þarna á Spáni, vitum að aðstaðan er góð og fáum þar frið þar til undirbúa liðið. Við mátum það þannig að við myndum fá meira út úr því að hittast fyrst á Spáni, þekkjum allar aðstæður og höfum verið þarna áður," segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.
04.02.2025 16:10
Landsliðið kemur fyrst saman á Spáni og fer svo til Kósovó
07.02.2025 10:57
Arnar Gunnlaugs: Til háborinnar skammar að öll lönd séu með betri aðstöðu
Eyða Breyta
11:25
Albert spenntur fyrir framtíðinni í landsliðinu
Albert Guðmundsson er ánægður með ráðninguna á Arnari. Fastlega má gera ráð fyrir því að Albert, sem skoraði gegn Napoli um síðustu helgi, verði í hópnum.
„Ég held að allir í landsliðinu séu ánægðir með ráðninguna á Arnari. Hann gerði ótrúlega hluti með Víkingi og tók þá á næsta stig. Við erum ánægðir með hann, hvernig hann sér fótbolta og hvernig hann hugsar hlutina. Ég tel að við getum gert góða hluti," segir Albert.
Eyða Breyta
Albert spenntur fyrir framtíðinni í landsliðinu

Albert Guðmundsson er ánægður með ráðninguna á Arnari. Fastlega má gera ráð fyrir því að Albert, sem skoraði gegn Napoli um síðustu helgi, verði í hópnum.
„Ég held að allir í landsliðinu séu ánægðir með ráðninguna á Arnari. Hann gerði ótrúlega hluti með Víkingi og tók þá á næsta stig. Við erum ánægðir með hann, hvernig hann sér fótbolta og hvernig hann hugsar hlutina. Ég tel að við getum gert góða hluti," segir Albert.
12.03.2025 10:55
Albert: Mjög spenntur fyrir framtíðinni í landsliðinu undir stjórn Arnars
Eyða Breyta
11:22
Hversu margir úr gamla bandinu verða valdir?
„Það er gríðarlega að geta tekið þátt í uppbyggingu ungra leikmanna en eftir að árin hafa liðið finnst mér jafngaman, ef ekki skemmtilegra, að virkja gamla hunda eins og ég orðaði það. Taka gamla leikmenn sem menn telja að séu útbrunnir og bæta nokkrum árum við þá," sagði Arnar á sínum fyrsta fréttamannafundi þegar hann tók við í janúar.
Aron Einar Gunnarsson var í síðasta landsliðshópnum hjá Age Hareide en fór meiddur af velli gegn Svartfjallalandi. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í hópnum þá en Gylfi sagði frá því á dögunum að hann hefði átt gott spjall við Arnar eftir að hann tók við liðinu. Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið með fyrirliðabandið í flestum leikjum að undanförnu.
Eyða Breyta
Hversu margir úr gamla bandinu verða valdir?

„Það er gríðarlega að geta tekið þátt í uppbyggingu ungra leikmanna en eftir að árin hafa liðið finnst mér jafngaman, ef ekki skemmtilegra, að virkja gamla hunda eins og ég orðaði það. Taka gamla leikmenn sem menn telja að séu útbrunnir og bæta nokkrum árum við þá," sagði Arnar á sínum fyrsta fréttamannafundi þegar hann tók við í janúar.
Aron Einar Gunnarsson var í síðasta landsliðshópnum hjá Age Hareide en fór meiddur af velli gegn Svartfjallalandi. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í hópnum þá en Gylfi sagði frá því á dögunum að hann hefði átt gott spjall við Arnar eftir að hann tók við liðinu. Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið með fyrirliðabandið í flestum leikjum að undanförnu.
Eyða Breyta
11:12
Arnór Ingvi klár í slaginn
Miðjumaðurinn Arnór Ingvi Trausason meiddist smávægilega í leik á dögunum en hann spilaði um síðustu helgi og er því klár í slaginn. Verulega góðar fréttir.
Gísli Gottskálk Þórðarson, fyrrum lærisveinn Arnars hjá Víkingi, meiddist á æfingu með Lech Poznan í síðustu viku og verður frá næstu mánuði. Þar með fuku hans vonir um að komast í hópinn.
Varnarmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmannahópi Fortuna Düsseldorf um helgina en hann vonast til að spila um næstu helgi.
Daníel Leó Grétarsson er ekki farinn af stað með SönderjyskE og því mjög ólíklegt að hann verði í hópnum.
Eyða Breyta
Arnór Ingvi klár í slaginn
Miðjumaðurinn Arnór Ingvi Trausason meiddist smávægilega í leik á dögunum en hann spilaði um síðustu helgi og er því klár í slaginn. Verulega góðar fréttir.
Gísli Gottskálk Þórðarson, fyrrum lærisveinn Arnars hjá Víkingi, meiddist á æfingu með Lech Poznan í síðustu viku og verður frá næstu mánuði. Þar með fuku hans vonir um að komast í hópinn.
Varnarmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmannahópi Fortuna Düsseldorf um helgina en hann vonast til að spila um næstu helgi.
Daníel Leó Grétarsson er ekki farinn af stað með SönderjyskE og því mjög ólíklegt að hann verði í hópnum.
09.03.2025 11:53
Góðar fréttir af Arnóri Ingva sem er í hópnum
11.03.2025 11:31
Gísli Gotti jákvæður þrátt fyrir skell - „Tíminn líður svo fljótt í fótbolta“
10.03.2025 10:35
Óvissa með Patrik Gunnars - Valgeir Lunddal tæpur fyrir landsliðsverkefnið
26.02.2025 15:40
Daníel Leó missir að öllum líkindum af komandi landsleikjum
Eyða Breyta
11:07
Mun Arnar koma á óvart?
Framarlega á vellinum er samkeppnin mikil og margir leikmenn verið að spila vel að undanförnu. Það verður fróðlegt að sjá hverjir hljóta náð fyrir augum Arnars. Fáum við jafnvel eitthvað óvænt?
Í aðdraganda valsins hafa Sæbjörn Steinke og Guðmundur Aðalsteinn, fréttamenn Fótbolta.net, verið með vangaveltur sem skemmtilegt er að skoða.
Eyða Breyta
Mun Arnar koma á óvart?
Framarlega á vellinum er samkeppnin mikil og margir leikmenn verið að spila vel að undanförnu. Það verður fróðlegt að sjá hverjir hljóta náð fyrir augum Arnars. Fáum við jafnvel eitthvað óvænt?
Í aðdraganda valsins hafa Sæbjörn Steinke og Guðmundur Aðalsteinn, fréttamenn Fótbolta.net, verið með vangaveltur sem skemmtilegt er að skoða.
05.03.2025 13:33
Jákvæður höfuðverkur Arnars - Hvernig komast þeir allir fyrir?
26.02.2025 13:20
Hvernig verður fyrsti hópur Arnars?
Eyða Breyta
11:03
Fréttamannafundur framundan!
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur í sérstaka fréttavakt í tilefni þess að Arnar Gunnlaugsson opinberar á eftir landsliðshóp Íslands fyrir komandi umspilsleiki gegn Kosóvó. Fréttamannafundur verður í Laugardalnum klukkan 13:15, á Teppinu svokallaða í kjallaranum.
Eyða Breyta
Fréttamannafundur framundan!
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur í sérstaka fréttavakt í tilefni þess að Arnar Gunnlaugsson opinberar á eftir landsliðshóp Íslands fyrir komandi umspilsleiki gegn Kosóvó. Fréttamannafundur verður í Laugardalnum klukkan 13:15, á Teppinu svokallaða í kjallaranum.

Eyða Breyta
Athugasemdir