Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fös 12. maí 2023 23:25
Sölvi Haraldsson
Kristrún: Kannski höfðum við ekki nógu mikla trú á verkefninu
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var smá bras í dag. Við vorum að spila á móti mjög góðu Víkingsliði í dag og kannski svona eftir á að hyggja höfðum við ekki alveg nógu mikla trú á verkefninu því það er ekki langt síðan við kepptum við þær síðast. En þetta var mjög erfitt í dag.“ sagði Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnabliks, eftir 6-0 tap gegn Víkingum í 2. umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  0 Augnablik

Hvernig meturu þennan leik miðað við síðasta leik milli þessara liða?

„Kannski voru þær bara búnar að læra meira inn á okkar taktík en við þeirra. Við áttum fá svör í kvöld. Við verðum bara að læra af þessu.“

Hversu mikilvægt var þetta þriðja mark Víkinga?

„Þriðja markið í flestum leikjum er alltaf mjög mikilvægt. Erum við að fara að koma okkur 2-1 inn í leikinn eða erum við að fara að fá á okkur 3-0 og þar með klára leikinn? Við hefðum viljað halda þetta lengur út í seinni hálfleiknum en eftir þetta þriðja og fjórða mark var þetta bara brekka þar sem eftir er.“

Var það eitthvað sem þú varst sátt með í dag?

„Ég veit það ekki. Það kemur ekkert upp í hausinn svona beint eftir leikinn. Ég á eftir að horfa á hann aftur og þá fæ ég fleiri svör en maður er bara niðurdregin eftir þetta, ég viðurkenni það. En við bara mættum á æfingu á morgun og gírum okkur í næsta verkefni sem leggst mjög vel í okkur allar. Við erum mjög spenntar að fá að spila okkar fyrsta heimaleik á tímabilinu, loksins.“ sagði Kristrún eftir leik kvöldsins.

Viðtalið við Kristrúnu má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner