Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   fös 12. maí 2023 23:25
Sölvi Haraldsson
Kristrún: Kannski höfðum við ekki nógu mikla trú á verkefninu
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var smá bras í dag. Við vorum að spila á móti mjög góðu Víkingsliði í dag og kannski svona eftir á að hyggja höfðum við ekki alveg nógu mikla trú á verkefninu því það er ekki langt síðan við kepptum við þær síðast. En þetta var mjög erfitt í dag.“ sagði Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnabliks, eftir 6-0 tap gegn Víkingum í 2. umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  0 Augnablik

Hvernig meturu þennan leik miðað við síðasta leik milli þessara liða?

„Kannski voru þær bara búnar að læra meira inn á okkar taktík en við þeirra. Við áttum fá svör í kvöld. Við verðum bara að læra af þessu.“

Hversu mikilvægt var þetta þriðja mark Víkinga?

„Þriðja markið í flestum leikjum er alltaf mjög mikilvægt. Erum við að fara að koma okkur 2-1 inn í leikinn eða erum við að fara að fá á okkur 3-0 og þar með klára leikinn? Við hefðum viljað halda þetta lengur út í seinni hálfleiknum en eftir þetta þriðja og fjórða mark var þetta bara brekka þar sem eftir er.“

Var það eitthvað sem þú varst sátt með í dag?

„Ég veit það ekki. Það kemur ekkert upp í hausinn svona beint eftir leikinn. Ég á eftir að horfa á hann aftur og þá fæ ég fleiri svör en maður er bara niðurdregin eftir þetta, ég viðurkenni það. En við bara mættum á æfingu á morgun og gírum okkur í næsta verkefni sem leggst mjög vel í okkur allar. Við erum mjög spenntar að fá að spila okkar fyrsta heimaleik á tímabilinu, loksins.“ sagði Kristrún eftir leik kvöldsins.

Viðtalið við Kristrúnu má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner