Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fös 12. maí 2023 23:25
Sölvi Haraldsson
Kristrún: Kannski höfðum við ekki nógu mikla trú á verkefninu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var smá bras í dag. Við vorum að spila á móti mjög góðu Víkingsliði í dag og kannski svona eftir á að hyggja höfðum við ekki alveg nógu mikla trú á verkefninu því það er ekki langt síðan við kepptum við þær síðast. En þetta var mjög erfitt í dag.“ sagði Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnabliks, eftir 6-0 tap gegn Víkingum í 2. umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  0 Augnablik

Hvernig meturu þennan leik miðað við síðasta leik milli þessara liða?

„Kannski voru þær bara búnar að læra meira inn á okkar taktík en við þeirra. Við áttum fá svör í kvöld. Við verðum bara að læra af þessu.“

Hversu mikilvægt var þetta þriðja mark Víkinga?

„Þriðja markið í flestum leikjum er alltaf mjög mikilvægt. Erum við að fara að koma okkur 2-1 inn í leikinn eða erum við að fara að fá á okkur 3-0 og þar með klára leikinn? Við hefðum viljað halda þetta lengur út í seinni hálfleiknum en eftir þetta þriðja og fjórða mark var þetta bara brekka þar sem eftir er.“

Var það eitthvað sem þú varst sátt með í dag?

„Ég veit það ekki. Það kemur ekkert upp í hausinn svona beint eftir leikinn. Ég á eftir að horfa á hann aftur og þá fæ ég fleiri svör en maður er bara niðurdregin eftir þetta, ég viðurkenni það. En við bara mættum á æfingu á morgun og gírum okkur í næsta verkefni sem leggst mjög vel í okkur allar. Við erum mjög spenntar að fá að spila okkar fyrsta heimaleik á tímabilinu, loksins.“ sagði Kristrún eftir leik kvöldsins.

Viðtalið við Kristrúnu má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir