Valur 3 - 0 Flora Tallinn
1-0 Tómas Bent Magnússon ('12 )
2-0 Tómas Bent Magnússon ('40 )
3-0 Jónatan Ingi Jónsson ('45 )
Lestu um leikinn
1-0 Tómas Bent Magnússon ('12 )
2-0 Tómas Bent Magnússon ('40 )
3-0 Jónatan Ingi Jónsson ('45 )
Lestu um leikinn
Valur er í mjög góðum málum eftir fyrri leikinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi á Hlíðarenda í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Valur braut ísinn eftir rúmlega tíu mínútna leik þegar Tómas Bent Magnússon kom boltanum í netið eftir darraðadans inn á teignum. Hann var síðan aftur á ferðinni þegar hann skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Tryggva Hrafni Haraldssyni.
Hann var síðan nálægt því að skora þrennuna stuttu síðar en setti boltann yfir. Strax í kjölfarið skoraði Jónatan Ingi Jónsson þriðja mark Valsara eftir frábært samspil.
Staðan orðin ansi vænleg þegar flautað var til hálfleiks. Það var mun rólegra yfir öllu í seinni hálfleik og Valsmenn sigldu öruggum sigri í höfn.
Seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi eftir slétta viku.
Athugasemdir