
„Þetta var ekkert frábær leikur hjá okkur. Þetta var meiri baráttusigur," sagði Birkir Bjarnason eftir 2-1 sigur Íslands á Tékklands í kvöld.
„Völlurinn var ekki upp á sitt besta en við gerðum það sem við þurftum til að vinna."
„Völlurinn var ekki upp á sitt besta en við gerðum það sem við þurftum til að vinna."
Tékkar komust yfir í kvöld en Íslendingar snéru taflinu við á stuttum tíma.
„Það er gríðarlegur karakter í liðinu og allir vilja vinna þennan leik. Það vissu allir hvað hann var mikilvægur. Nú förum við í erfiðan leik á útivelli á móti Hollandi og það er gott að fara þangað í efsta sæti."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir