Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
banner
   lau 12. júní 2021 16:48
Victor Pálsson
Atli Sveinn: Gjöf frá okkur og pínu högg í magann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, sá sína menn tapa 2-0 gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Fylkismenn héldu út fyrri hálfleikinn gegn Blikum en fengu á sig tvö mörk snemma í þeim seinni.

Atli segir að sóknaraðgerðir liðsins í dag hafi ekki verið nógu góðar og segir hans menn hafa spilað of aftarlega.

„Við ætluðum okkur meira og við höfðum alla burði til að gera það en vorum of ragir í okkar sóknaraðgerðum. Við vorum búnir að fara yfir svæðin sem við ætluðum að sækja í í vikunni en gerðum of lítið af því og vorum passívir," sagði Atli.

„Varnarskipulagið hélt fínt í fyrri hálfleik og við náðum að loka á flest sem þeir voru að gera en við þurfum að skapa okkur miklu meira, ekki spurning."

Blikar tóku forystuna eftir aðeins 40 sekúndur í seinni hálfleik og segir Atli það hafa verið gjöf frá gestaliðinu.

„Þetta var bara gjöf frá okkur og pínu högg í magann. Það slökknar á mönnum sem á ekki að gerast en gerist stundum. 2-0 er klaufalegt eftir það þar sem við eigum að geta varist betur."

„Við erum fyrst og fremst svekktir með að hafa ekki fengið neitt úr úr leiknum en vð þurfum að bæta okkur í báðum vítateigunum. Við þurfum að komast inn í sóknarvítateiginn, við erum ekki nógu hættulegir."
Athugasemdir