Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 12. júní 2021 16:48
Victor Pálsson
Atli Sveinn: Gjöf frá okkur og pínu högg í magann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, sá sína menn tapa 2-0 gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Fylkismenn héldu út fyrri hálfleikinn gegn Blikum en fengu á sig tvö mörk snemma í þeim seinni.

Atli segir að sóknaraðgerðir liðsins í dag hafi ekki verið nógu góðar og segir hans menn hafa spilað of aftarlega.

„Við ætluðum okkur meira og við höfðum alla burði til að gera það en vorum of ragir í okkar sóknaraðgerðum. Við vorum búnir að fara yfir svæðin sem við ætluðum að sækja í í vikunni en gerðum of lítið af því og vorum passívir," sagði Atli.

„Varnarskipulagið hélt fínt í fyrri hálfleik og við náðum að loka á flest sem þeir voru að gera en við þurfum að skapa okkur miklu meira, ekki spurning."

Blikar tóku forystuna eftir aðeins 40 sekúndur í seinni hálfleik og segir Atli það hafa verið gjöf frá gestaliðinu.

„Þetta var bara gjöf frá okkur og pínu högg í magann. Það slökknar á mönnum sem á ekki að gerast en gerist stundum. 2-0 er klaufalegt eftir það þar sem við eigum að geta varist betur."

„Við erum fyrst og fremst svekktir með að hafa ekki fengið neitt úr úr leiknum en vð þurfum að bæta okkur í báðum vítateigunum. Við þurfum að komast inn í sóknarvítateiginn, við erum ekki nógu hættulegir."
Athugasemdir
banner
banner