Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 12. ágúst 2023 22:25
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 16. umferðar - Ekki á leið í Val út af engu
Lengjudeildin
Gísli Laxdal er leikmaður umferðarinnar.
Gísli Laxdal er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Róbert Quental fagnar gegn Gróttu.
Róbert Quental fagnar gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Marko Vardic var maður leiksins gegn Aftureldingu.
Marko Vardic var maður leiksins gegn Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn eru skyndilega aðeins þremur stigum á eftir toppliði Aftureldingar í Lengjudeildinni. Afturelding er án sigurs í þremur leikjum í röð og ÍA minnkaði forystu liðsins með því að vinna 1-0 útisigur í toppbaráttuslag gegn Fjölni í 16. umferð.

Leikmaður umferðarinnar:
Gísli Laxdal Unnarsson
„Gísli Laxdal er ekki á leiðinni í Val útaf engu. Þvlíkur hraði sem þessi drengur býr yfir. Öll hætta Skagamanna spilaðist upp hægri vænginn í gegnum hann. Gísli skoraði sigurmark leiksins og var óheppinn að bæta ekki við öðru stuttu seinna þegar hann setti boltann yfir," skrifaði Anton Freyr Jónsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu um leikinn.



Skagamenn eiga annan fulltrúa í liði umferðarinnar en það er Árni Marinó Einarsson sem átti frábæran leik í markinu. Undir lokin þegar Fjölnismenn voru í leit að jöfnunarmarkinu þá gerði Árni vel.

Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari umferðarinnar en Grindavík gerði sér lítið fyrir, heimsótti topplið Aftueldingar og vann 2-1 útisigur. Maður leiksins var miðjumaðurinn Marko Vardic sem átti stoðsendingu og þá er Símon Logi Thasaphong, sem skoraði fyrra mark liðsins, í úrvalsliðinu. Langþráðu sigur Grindvíkinga.

Hinn átján ára gamli Róbert Quental Árnason var maður leiksins þegar Leiknir vann Gróttu 2-1. Hann skoraði og gerði varnarmönnum Gróttu lífið leitt allan leikinn. Arnór Ingi Kristinsson skoraði sigurmark Leiknis sem vann sjötta leikinn í röð.

Rafael Victor skoraði bæði mörk Njarðvíkur sem vann Vestra 2-0. Hann er í úrvalsliðinu í þriðja sinn í röð. Sigurjón Már Markússon var frábær í vörn Njarðvíkinga.

Jörgen Pettersen var maður leiksins þegar Þróttur vann 4-3 sigur gegn Selfossi og komst upp úr fallsæti. Þá steig fyrirliði Þróttara, Baldur Hannes Stefánsson, upp í leiknum.

Þór vann nauman sigur á Ægi í Þorlákshöfn en maður leiksins kom úr röðum tapliðsins, Dimitrije Cokic var virkilega góður á miðsvæðinu.

Lið umferðarinnar:
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
13. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
10. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Útvarpsþátturinn - Beygja í Keflavík, Evrópuskellur og enski farinn í gang
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner