Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
banner
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 18. september
Deildabikarinn
Brighton - Wolves - 18:45
Coventry - Tottenham - 19:00
Meistaradeildin
Bologna - Shakhtar D - 16:45
Sparta Prag - Salzburg - 16:45
Celtic - Slovan - 19:00
Club Brugge - Dortmund - 19:00
Man City - Inter - 19:00
PSG - Girona - 19:00
Vináttulandsleikur
Denmark U-16 1 - 0 Romania U-16
Turkey U-16 1 - 3 Portugal U-16
Scotland U-16 3 - 0 Faroe Islandes U-16
Switzerland U-16 - Indonesia U-16 - 16:00
Hungary U-18 1 - 1 Bosnia Herzegovina U-18
Eliteserien
Kristiansund - Molde - 16:00
SK Brann - KFUM Oslo - 17:00
La Liga
Betis - Getafe - 17:00
mán 12.ágú 2024 12:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 11. sæti: „Alveg fyrirtaks rök fyrir því að halda með liði"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Deildin byrjar að rúlla næsta föstudag. Við höldum áfram að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Núna er komið að Brighton sem er spáð ellefta sætinu. Ef spáin rætist enda þeir fyrir neðan erkifjendur sína í Crystal Palace.

Marki fagnað á síðasta tímabili.
Marki fagnað á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Fabian Hurzeler, nýr stjóri Brighton, er yngsti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Fabian Hurzeler, nýr stjóri Brighton, er yngsti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd/Getty Images
Lewis Dunk, herra Brighton.
Lewis Dunk, herra Brighton.
Mynd/EPA
Mitoma skrifaði háskólaritgerð um hvernig ætti að rekja boltann.
Mitoma skrifaði háskólaritgerð um hvernig ætti að rekja boltann.
Mynd/Getty Images
Kantmaðurinn Yankuba Minteh var keyptur frá Newcastle í sumar.
Kantmaðurinn Yankuba Minteh var keyptur frá Newcastle í sumar.
Mynd/Brighton
Sóknarmaðurinn Joao Pedro fagnar marki. Hann skoraði 20 mörk á síðustu leiktíð.
Sóknarmaðurinn Joao Pedro fagnar marki. Hann skoraði 20 mörk á síðustu leiktíð.
Mynd/Getty Images
James Milner er miklu eldri en stjórinn.
James Milner er miklu eldri en stjórinn.
Mynd/Getty Images
Rúnar Ingi Hannah er stuðningsmaður Brighton.
Rúnar Ingi Hannah er stuðningsmaður Brighton.
Mynd/Úr einkasafni
'Ég ákvað að skoða þetta lið aðeins betur og mér til ómældrar gleði þá spila þeir í bláum og hvítum röndóttum treyjum eins og liðið sem ég æfði með í æsku, KFK Knattspyrnufélag Keflavíkur'
'Ég ákvað að skoða þetta lið aðeins betur og mér til ómældrar gleði þá spila þeir í bláum og hvítum röndóttum treyjum eins og liðið sem ég æfði með í æsku, KFK Knattspyrnufélag Keflavíkur'
Mynd/Úr einkasafni
Með Brighton fánann í bakgrunni.
Með Brighton fánann í bakgrunni.
Mynd/Úr einkasafni
Pascal Gross kvaddi Brighton í sumar.
Pascal Gross kvaddi Brighton í sumar.
Mynd/Getty Images
Tony Bloom, eigandi Brighton, fer sínar leiðir í þessu og það hefur virkað.
Tony Bloom, eigandi Brighton, fer sínar leiðir í þessu og það hefur virkað.
Mynd/Getty Images
Nær Evan Ferguson að blómstra í vetur?
Nær Evan Ferguson að blómstra í vetur?
Mynd/Getty Images
Brighton hafnaði í 11. sæti á síðasta tímabili.
Brighton hafnaði í 11. sæti á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Frá The Amex, heimavelli Brighton.
Frá The Amex, heimavelli Brighton.
Mynd/Getty Images
Brighton hefur verið hipsteralið - ef svo má að orði komast - ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Og þeir tóku annað skref hvað það varðar í sumar þegar Roberto De Zerbi var látinn fara og Fabian Hürzeler ráðinn í staðinn. Hann er yngsti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, bara 31 árs gamall!

Það var yfirleitt alltaf skemmtilegt að fylgjast með Brighton undir stjórn De Zerbi en það var komin smá þreyta í þetta undir lok síðustu leiktíðar og niðurstaðan var ellefta sæti. Sumarið virkaði eins og rétti tíminn til að breyta til og fríska upp á þessu. Núna verður engin Evrópukeppni og það ætti að geta hjálpað liðinu að berjast aftur um að komast í efri hlutann eftir að hafa endað í ellefta sæti á síðasta tímabili.

Brighton gerir hlutina öðruvísi, félagið fer sína eigin leið. Það verður virkilega áhugavert að sjá hvað Hürzeler gerir með liðið en markmið hans hlýtur að vera að byggja á því sem De Zerbi gerði með þennan hæfileikaríka hóp og reyna að kreista enn meira út úr honum. Það eru spennandi möguleikar fram á við á vellinum en vandræði skapast mögulega á miðsvæðinu.

Stjórinn: Eins og segir hér að ofan er Fabian Hürzeler einn áhugaverðasti stjórinn í enska boltann. Hann er bara 31 árs! Var það búið að koma fram? Hann er sjö árum yngri en James Milner, leikmaður liðsins. Hürzeler fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Þýskalandi. Hann gerði virkilega athyglisverða hluti með St Pauli og kom því liði upp í þýsku úrvalsdeildina. Hann spilar yfirleitt 3-4-3 og er með sóknarsinnaðan leikstíl. Hürzeler hefur sjálfur talað um að umhverfið hjá Brighton henti honum fullkomlega þar sem allt er greint í þaula.

Leikmannaglugginn: Brighton hefur rifið fram veskið í sumar og keypt áhugaverða leikmenn, til að mynda tvo frá Skandinavíu. Það er þó stærst í þessu að Pascal Gross yfirgaf félagið eftir sjö ára veru og fór til Borussia Dortmund. Gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem verður sárt saknað.

Komnir:
Yankuba Minteh frá Newcastle - 33 milljónir punda
Mats Wieffer frá Feyenoord - 25,6 milljónir punda
Ibrahim Osman frá Nordsjælland - 16 milljónir punda
Malick Yalcouye frá Gautaborg - 7 milljónir punda
Amario Cozier-Duberry frá Arsenal - Á frjálsri sölu

Farnir:
Deniz Undav til Stuttgart - 25,7 milljónir punda
Pascal Gross til Dortmund - 8 milljónir punda
Facundo Buonanotte til Leicester - Á láni
Kjell Scherpen til Sturm Graz - Á láni
Adam Lallana til Southampton - Á frjálsri sölu
Steven Alzate - Samningur rann út



Lykilmenn:
Lewis Dunk - Bara herra Brighton. Búinn að vera þarna mjög lengi og er með fyrirliðabandið. Afar sterkur karakter sem fór með enska landsliðinu á Evrópumótið sem var í sumar. Aðeins farið að hægjast á honum með aldrinum en er áfram mjög sterkur í hjarta varnarinnar.

Kaoru Mitoma - Var nokkuð mikið frá vegna meiðsla á síðasta tímabili en þegar hann er heill heilsu þá gerist yfirleitt eitthvað mjög skemmtilegt. Eins og frægt er orðið þá skrifaði hann háskólaritgerð um hvernig á að rekja boltann. Hann er því býsna góður í því og er mjög skemmtilegt að horfa á hann spila fótbolta. Hann kemur með mikið að borðinu fyrir þetta lið.

Joao Pedro - Var keyptur á mikinn pening frá Watford - um 30 milljónir punda - og gerði bara nokkuð vel á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Þessi 22 ára gamli Brasilíumaður Hann skoraði í heildina 20 mörk í 40 keppnisleikjum og stuðningsmenn Brighton vonast eflaust til þess að hann geri bara enn betur á komandi tímabili.

„Þetta átti fyrst bara að vera grín á Facebook"

Rúnar Ingi Hannah er mikill stuðningsmaður Brighton en við fengum hann til að segja okkur aðeins meira frá liðinu og miklum áhuga sínum á félaginu.

Ég byrjaði að halda með Brighton af því að... 2. október 2022 þá 52 ára gamall ákvað ég að finna mér lið í enska boltanum aðallega til að stríða hjarð-höldurunum allt í kringum mig sem halda með rauðu liðunum í deildinni eins og 90% af þjóðinni. Þetta átti fyrst bara að vera grín á Facebook. Þennan dag leit ég á stöðuna í deildinni og var þá Brighton í fjórða sæti í kringum þekktari nöfn. Ég ákvað að skoða þetta lið aðeins betur og mér til ómældrar gleði þá spila þeir í bláum og hvítum röndóttum treyjum eins og liðið sem ég æfði með í æsku, KFK Knattspyrnufélag Keflavíkur. Ekki minnkaði áhuginn þegar ég komst að því að mávur er í merki liðsins eins og gamla merki Keflavíkur. Mér fannst þetta alveg fyrirtaks rök fyrir því að halda með liði enda er líka algjörlega ómarktækt að velja sér lið fyrir 25 ára aldur en þá fyrst er heilinn fullþroskaður.

Eigandi liðsins er jafngamall mér og hefur mætt á völlinn frá því hann var 5 ára. Þegar hann efnaðist þá keypti hann liðið. Lengi vel ferðaðist hann með stuðningsmönnum í lest á útileiki og er dýrkaður af stuðningsmönnum. Einungis þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni eru í eigu Englendinga. Svo Brighton er bara eitt af þrem liðum sem er með alvöru enskt hjarta og sál.

Svo til að toppa allt þá á tónlistarmaðurinn FatBoy Slim 12% í liðinu og verandi sjálfur tónlistarmaður þá fannst mér það renna sterkari stoðum undir það að ég ætti að halda með liðinu.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Fyrsti leikur Brighton við Liverpool eftir að ég byrjaði að halda með þeim var 3-0 sigur í janúar 2023 og ég held að Liverpool hafi spilað sinn allra versta leik á ferlinum. Mér leiddist ekkert í kringum mága mína sem eru gallharðir Liverpool menn.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Varnarmaðurinn og fyrirliðinn Lewis Dunk er þegar orðin goðsögn í Brighton og er kominn í enska landsliðið. Virkilega gaman að sjá hvað hann nýtur mikillar virðingar á meðal stuðningsmanna.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var ekki gott og lykilmenn lengi frá vegna meiðsla. Söknuðum Solly March og Kaoru Mitoma mikið. Einnig vorum við í fyrsta sinn í Evrópukeppni og tók það toll af liðinu í deildinni.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ég flagga Brighton fánanum, fer í Brighton treyjuna, set upp Brighton derhúfuna, helli bjór í Brighton glasið mitt sem er á Brighton bjórmottunni.

Hvern má ekki vanta í liðið? Það er ekki neinn einn. Liðið mætir mikið breytt til leiks og þarf að laga marga hluti. Ég hefði svarað Pascal Gros en hann fór til Dortmund en hefur skilað sínu til liðsins á undanförnum árum og var algjörlega okkar besti leikmaður síðasta vetur.

Hver er veikasti hlekkurinn? Ég hef áhyggjur af miðjunni því Pascal var kóngurinn þar.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Mitoma. Finnst hann svakalega skemmtilegur. Brighton er að verða stórveldi í Japan útaf honum. Margir aðdáendur hinu megin á hnettinum.

Við þurfum að kaupa... Kóng á miðjuna.

Hvað finnst þér um stjórann? Enn og aftur þá kemur Brighton á óvart og réð í sumar Fabian Hurzeler sem veður yngsti maðurinn sem hefur stýrt liði í ensku úrvalsdeildinni. Eigandinn Tony Bloom er óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir og verður spennandi að sjá hvernig liðið mun spila.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Mér finnst vera gríðarleg óvissa með liðið. Nýr þjálfari, margir nýjir ungir leikmenn og menn að koma úr löngum meiðslum. Er gríðarlega spenntur fyrir tímabilinu.

Hvar endar liðið? Tony Bloom eigandi hefur gefið út að Brighton á að vera topp tíu lið. Vill ekki bara að liðið haldi sér uppi. Hann hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættur en þær virðast samt alltaf vera út hugsaðar. Ég ætla að spá að liðið endi í sjötta sæti en yrði virkilega sáttur við topp tíu.

Ég óska öllum fótboltaáhugamönnum gleðilegs komandi tímabils.
Minni á stuðningsmannasíðu Brighton á Facebook. Mávarnir – stuðningsmannaklúbbur Brighton og Hove á Íslandi.

Takk fyrir mig og áfram Brighton,
Rúnar Ingi Hannah.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner