Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
sunnudagur 22. desember
Championship
West Brom - Bristol City - 15:00
Úrvalsdeildin
Everton - Chelsea - 14:00
Fulham - Southampton - 14:00
Leicester - Wolves - 14:00
Man Utd - Bournemouth - 14:00
Tottenham - Liverpool - 16:30
Bundesligan
Wolfsburg - Dortmund - 16:30
Bochum - Heidenheim - 14:30
WORLD: International Friendlies
Northern Mariana Islands 0 - 4 Guam
Serie A
Atalanta - Empoli - 17:00
Monza - Juventus - 19:45
Roma - Parma - 11:30
Venezia - Cagliari - 14:00
La Liga
Betis - Vallecano - 20:00
Real Madrid - Sevilla - 15:15
Leganes - Villarreal - 17:30
Valencia - Alaves - 13:00
Las Palmas - Espanyol - 17:30
lau 10.ágú 2024 10:30 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska - 14. sæti: „Fékk nafnið Kenny Hibbitt og haldið með þeim síðan"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Það er núna tæp vika í fyrsta leik. Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í 14. sæti í spánni er Wolverhampton Wanderers, Úlfarnir.

Marki fagnað á síðasta tímabili.
Marki fagnað á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Gary O'Neil fær í fyrsta sinn undirbúningstímbil á stjóraferli sínum.
Gary O'Neil fær í fyrsta sinn undirbúningstímbil á stjóraferli sínum.
Mynd/Getty Images
Max Kilman var seldur til West Ham fyrir 40 milljónir punda.
Max Kilman var seldur til West Ham fyrir 40 milljónir punda.
Mynd/Getty Images
Pedro er líklega einnig að fara, en hann er sagður á leið til Chelsea.
Pedro er líklega einnig að fara, en hann er sagður á leið til Chelsea.
Mynd/Getty Images
Markvörðurinn Jose Sá er öflugur.
Markvörðurinn Jose Sá er öflugur.
Mynd/EPA
Joao Gomes, bolabítur á miðsvæðinu.
Joao Gomes, bolabítur á miðsvæðinu.
Mynd/Getty Images
Matheus Cunha er sterkur í framlínunni.
Matheus Cunha er sterkur í framlínunni.
Mynd/Getty Images
Björn Guðbjörnsson, stuðningsmaður Wolves.
Björn Guðbjörnsson, stuðningsmaður Wolves.
Mynd/Úr einkasafni
Treyja sem Jóhannes Karl Guðjónsson lék í hjá félaginu.
Treyja sem Jóhannes Karl Guðjónsson lék í hjá félaginu.
Mynd/Úr einkasafni
Lemina er orðinn fyrirliði.
Lemina er orðinn fyrirliði.
Mynd/Getty Images
Hwang Hee-chan.
Hwang Hee-chan.
Mynd/Getty Images
Tommy Doyle kom frá Man City.
Tommy Doyle kom frá Man City.
Mynd/Wolves
Úr leik hjá Úlfunum á síðustu leiktíð.
Úr leik hjá Úlfunum á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Frá Molineux, heimavelli Wolves.
Frá Molineux, heimavelli Wolves.
Mynd/Getty Images
Wolves gerði vel á síðustu leiktíð þegar horft er í hvað átti sér stað áður en tímabilið byrjaði. Það var allt einhvern veginn í rugli. Fjárhagsvandræði voru að trufla og Julen Lopetegui hætti sem stjóri liðsins um mitt sumarið. Gary O'Neil var ráðinn fjórum dögum fyrir fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni og stýrði hann liðinu í fyrsta leik á Old Trafford gegn Manchester United. Þar tapaði liðið mjög ósanngjarnt, 1-0.

Það var mikið af jákvæðum punktum á síðustu leiktíð en endaspretturinn var það ekki. Liðið sótti aðeins fimm stig í síðustu tíu leikjum sínum og endaði að lokum í 14. sæti. En það jákvæðasta var líklegast að það fór ekki allt í rúst. Það hefði auðveldlega getað farið þannig miðað við það hvernig staðan var áður en tímabilið hófst.

Það hefur verið meiri ró yfir hlutunum í sumar og Úlfarnir ættu alveg að geta horft í það að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum. Þó fréttirnar frá því í gær séu líklega ekki skemmtilegar fyrir stuðningsmenn liðsins - að Pedro Neto sé á leið til Chelsea - þá er alveg ástæða til bjartsýni með flottan stjóra og flott lið. Wolves hefur áður blandað sér í Evrópubaráttuna og komist í Evrópukeppni. Ef allt gengur upp, þá gæti sá draumur orðið að veruleika aftur fyrir stuðningsmenn Úlfanna.

Stjórinn: Gary O'Neil er í fyrsta sinn á sínum stjóraferli að fá undirbúningstímabil. Hann kom inn á miðju tímabili sem stjóri Bournemouth og gerði þar fantagóða hluti, en fékk samt sem áður ekki að halda áfram þegar leiktíðin var búin. Hann var svo ráðinn til Wolves rétt fyrir síðasta tímabil og gerði afar vel. Hann er afar viðkunnalegur stjóri. Hann náði miklu út úr Wolves-liðinu á síðustu leiktíð og verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á komandi tímabili.

Leikmannaglugginn: Þetta hefur ekki verið sérlega skemmtilegur gluggi fyrir Úlfana sem hafa selt Max Kilman og þá er Pedro Neto líklega á förum til Chelsea. Þeir hljóta að bæta meira við sig á næstu vikum.

Komnir:
Rodrigo Gomes frá Braga - 12,7 milljónir punda
Pedro Lima frá Sport Recife - 8,5 milljónir punda
Tommy Doyle frá Man City - 4,3 milljónir punda
Jörgen Strand Larsen frá Celta Vigo - Á láni

Farnir:
Max Kilman til West Ham - 40 milljónir punda



Lykilmenn:
Jose Sá - Á sínum degi getur hann verið einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar. Hefur verið með flotta tölfræði frá því hann kom í deildina og er sterkur kostur fyrir Wolves að hafa á milli stanganna.

Joao Gomes - Bolabítur inn á miðsvæðinu sem berst fyrir hverjum einasta bolta. Leikmaður sem hefur verið að byrja leiki fyrir brasilíska landsliðið og það er mjög áhugavert. Var til að mynda frábær í landsleik gegn Englandi á Wembley fyrir ekki svo löngu. Hefur verið orðaður við stærri félög en verður mikilvægur fyrir Wolves á meðan hann er enn þar.

Matheus Cunha - Annar Brasilíumaður í liði Wolves sem er skemmtilegt að horfa á. Virkilega hæfileikaríkur fótboltamaður sem spilar yfirleitt fótbolta með bros á vör. Skoraði tólf mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og það myndi ekki koma á óvart ef hann skorar fleiri núna.

„Skýrði okkur strákana eftir leikmönnum í ensku deildinni"

Björn Guðbjörnsson hefur verið stuðningsmaður Wolves í meira en 50 ár. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá liðinu og áhuga sínum á því fyrir komandi tímabil.

Ég byrjaði að halda með Úlfunum af því að... Minn fyrsti íþróttakennari á Suðureyri við Súgandafjörð, Dóri Kitta Bjarna, var mikill aðdáandi ensku knattspyrnunnar og þegar við strákarnir komum í leikfimi á fyrsta ári barnaskólans, 1967-68, þá skýrði hann okkur strákana eftir leikmönnum í ensku deildinni og ég fékk ég nafnið Kenny Hibbitt sem var leikmaður Wolves og hef ég haldið með þeim síðan.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Þegar ég fór fyrst á Molineux. Það var æðisleg upplifun, ca 1988-89. Þrátt fyrir tap, þá stendur upplifunin enn eftir.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Að sjálfsögðu fyrst Kenny Hibbitt og Derek Dougan, svo Steve Bull. Síðustu ár fannst mér Ruben Neves flottur og svo sé ég mikið eftir Diego Jota.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Ég var nokkuð sáttur enda bjóst ég ekki við miklu eftir þjálfaraskiptin svona rétt fyrir mótið. Hefði kannski vilja enda aðeins ofar enda fannst mér góður gangur í liðinu oftast nær.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Nei, bara kveikja á sjónvarpinu og krossa fingur.

Hvern má ekki vanta í liðið? Mario Lemina og Hee Chan Hwang, og kannski Petro Neto ef hann helst heill og verður ekki seldur.

Hver er veikasti hlekkurinn? Daniel Podence sem vill fara og spurning með hvort hann sé að spila af heilum hug? Selja hann strax.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Ég er spenntur að sjá hvernig Joao Gomes og Tommy Doyle standa sig en ef þeir verða flottir förum við langt. Svo væri ég til í að Nathan Fraser stimplaði sig vel inn.

Við þurfum að kaupa... Góðan hafsent fyrst og fremst eftir að Kilman var seldur.

Hvað finnst þér um stjórann? Ég hef trú á honum og finnst hann bara nokkuð flottur, stend með honum 100%.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Mér líður ágætlega með stöðuna og hef trú á mínum mönnum enda búinn að fylgja þeim í yfir 50 ár. Fyrst í ágætum hæðum svo í lægðum og lægðum í neðri deildum og nú aftur í hæðum.

Hvar endar liðið? Fyrir ofan miðja deild, 7.-9. sæti.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner
banner