Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 14. ágúst
Lengjudeild karla
þriðjudagur 17. september
FA Cup
Alfreton Town - Spalding United - 18:45
Banbury United - Melksham - 18:45
Barking - Gorleston - 18:45
Gloucester City - Gosport Borough - 18:45
Hednesford Town - Rugby Town - 18:45
Hungerford Town - Winchester City - 18:45
Ilkeston - Hereford - 18:45
Leiston - Brentwood Town - 18:45
Scarborough Athletic - Dunston UTS - 18:45
Scunthorpe United - Newcastle Town - 18:45
Slough Town - Chichester - 18:45
Warrington Rylands - Newton Aycliffe - 18:45
Wingate and Finchley - Cray Wanderers - 18:45
Witham Town - Haringey Borough - 18:45
Deildabikarinn
Stoke City - Fleetwood Town - 18:30
Blackpool - Sheff Wed - 18:45
Brentford - Leyton Orient - 18:45
Everton - Southampton - 18:45
Preston NE - Fulham - 18:45
QPR - Crystal Palace - 18:45
Man Utd - Barnsley - 19:00
CHAMPIONS LEAGUE: League Stage
Juventus - PSV - 16:45
Young Boys - Aston Villa - 16:45
Bayern - Dinamo Zagreb - 19:00
Milan - Liverpool - 19:00
Sporting - Lille - 19:00
Real Madrid - Stuttgart - 19:00
Vináttulandsleikur
Italy U-16 - Spain U-16 - 15:30
Slovenia U-16 - Hungary U-16 - 13:00
La Liga
Mallorca - Real Sociedad - 17:00
Damallsvenskan - Women
Djurgarden W - Linkoping W - 17:00
fös 09.ágú 2024 18:30 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 15. sæti: „Veit ekki hvort ég hafi taugar í þetta mikið lengur"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Það er núna akkúrat vika í fyrsta leik. Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í 15. sæti í spánni er Everton en það er félag sem horfir klárlega hærra en það.

Everton fagnar marki á síðasta tímabili.
Everton fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Dyche hefur gert frábæra hluti með liðið.
Dyche hefur gert frábæra hluti með liðið.
Mynd/EPA
Síðasta tímabilið á Goodison Park er framundan.
Síðasta tímabilið á Goodison Park er framundan.
Mynd/Getty Images
Frá nýja vellinum við höfnina.
Frá nýja vellinum við höfnina.
Mynd/Getty Images
Jordan Pickford, reiður maður.
Jordan Pickford, reiður maður.
Mynd/EPA
Jarrad Branthwaite, afar spennandi leikmaður.
Jarrad Branthwaite, afar spennandi leikmaður.
Mynd/Getty Images
Abdoulaye Doucoure fagnar marki.
Abdoulaye Doucoure fagnar marki.
Mynd/Getty Images
Finnur Breki hér með börnunum sínum, Bjarka og Önnu.
Finnur Breki hér með börnunum sínum, Bjarka og Önnu.
Mynd/Úr einkasafni
Dixie Dean.
Dixie Dean.
Mynd/EPA
James Tarkowski og Dwight McNeil fagna marki.
James Tarkowski og Dwight McNeil fagna marki.
Mynd/Getty Images
Doucoure er mikilvægur.
Doucoure er mikilvægur.
Mynd/Getty Images
Pickford var frábær á síðustu leiktíð.
Pickford var frábær á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Dominic Calvert-Lewin er ekki mjög traustur.
Dominic Calvert-Lewin er ekki mjög traustur.
Mynd/Getty Images
Branthwaite var mikið orðaður við Man Utd í sumar.
Branthwaite var mikið orðaður við Man Utd í sumar.
Mynd/Getty Images
Idrissa Gueye.
Idrissa Gueye.
Mynd/Getty Images
Jesper Lindström er kantmaður sem kom frá Napoli í sumar.
Jesper Lindström er kantmaður sem kom frá Napoli í sumar.
Mynd/Everton
Farhad Moshiri, eigandinn, er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.
Farhad Moshiri, eigandinn, er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.
Mynd/EPA
Dyche er hins vegar mjög vinsæll.
Dyche er hins vegar mjög vinsæll.
Mynd/EPA
Verður komandi tímabil betri en þau síðustu?
Verður komandi tímabil betri en þau síðustu?
Mynd/EPA
Fyrir utan Goodison Park, heimavöll félagsins.
Fyrir utan Goodison Park, heimavöll félagsins.
Mynd/Getty Images
Everton er félag sem ætlar sér alltaf stóra hluti. Og Everton er félag sem á að gera stóra hluti. Þetta er félag sem horfir á Liverpool hinum megin við götuna og langar að vera á pari við nágranna sína, gera jafnvel betur. En síðustu ár hafa verið... tja, þau hafa verið slæm. Við skulum orða það þannig.

Everton endaði í 16. sæti 2022, í 17. sæti árið eftir og svo í 16. sæti á nýliðnu tímabili. Everton hefur gengið í gegnum fjárhags- og eigendavandræði en það hefur sést inn á vellinum að það er mikið að trufla. Sean Dyche, stjóri Everton, lýsti síðasta tímabili sem því erfiðasta á sínum stjóraferli og sagði það sitt mesta afrek að hafa náð að halda liðinu uppi. Átta stig voru tekin af liðinu vegna fjárhagsvandræða en samt náðu þeir að halda sér uppi. Og fyrir það verður að gefa Dyche mikið hrós.

Núna horfir vonandi til bjartari tíma fyrir stuðningsmenn Everton þar sem liðið er að fara að spila sitt síðasta tímabil á Goodison Park, þeim sögufræga velli. Þeir sem eiga eftir að heimsækja þann völl, þá er þetta síðasta tækifærið. Eftir tímabilið mun Everton flytja á stórglæsilegan leikvang sem verið er að klára að byggja við höfnina í Liverpool. Þegar félagið flytur þangað, þá er nú eins gott að það verði enn í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórinn: Sean Dyche spilar eins og flestir vita ekki skemmtilegasta fótbolta í heimi. Langt því frá. En hann er oft á tíðum árangursríkur. Hann hefur gert vel við erfiðar aðstæður hjá Everton og á mikið hrós skilið fyrir sitt starf. Hann var rétti maðurinn á réttum tíma fyrir félagið. Það voru miklir erfiðleikar út af þeim stigum sem voru tekin af liðinu en Dyche gerði vel að ná upp góðum anda í hópnum. Hann er með mikla reynslu úrvalsdeildinni eftir að hafa lengi stýrt Burnley áður en hann tók við Everton.

Leikmannaglugginn: Everton hefur gert fína hluti á markaðnum en þeir ætla greinilega að halda sér uppi fyrir næsta tímabil, sem verður stórt. Það er þó mögulega stærst að félagið hefur náð að halda í miðvörðinn Jarrad Branthwaite þrátt fyrir mikinn áhuga frá Manchester United.

Komnir:
Jake O'Brien frá Lyon - 17 milljónir punda
Iliman Ndiaye frá Marseille - 16,9 milljónir punda
Tim Iroegbunam frá Aston Villa - 9 milljónir punda
Jesper Lindström frá Napoli - Á láni
Jack Harrison frá Leeds - Á láni

Farnir:
Amadou Onana til Aston Villa - 50 milljónir punda
Lewis Dobbin til Aston Villa - 10 milljónir punda
Ben Godfrey til Atalanta - 9 milljónir punda
André Gomes - Samningur rann út



Lykilmenn:
Jordan Pickford - Enski landsliðsmarkvörðurinn er algjör lykilmaður fyrir þetta Everton lið. Er kannski með litla handleggi en hann er samt mjög góður í marki. Var frábær á síðasta tímabili og vonandi fyrir stuðningsmenn Everton, þá mun hann halda uppteknum hætti á komandi keppnistímabili. Ekki láta ykkur bregða ef hann missir sig í skapinu eins og einu sinni.

Jarrad Branthwaite - Miðvörður sem sprakk út á síðustu leiktíð og var hluti af úrtakshópi Englands fyrir Evrópumótið. Hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í sumar en Everton hefur verðlagt hann á 70-80 milljónir punda, sem United er ekki tilbúið að borga. Eins og staðan er núna, þá verður hann áfram hjá Everton, sem eru frábær tíðindi fyrir félagið.

Abdoulaye Doucouré - Sterkur miðjumaður sem er afar mikilvægur fyrir þetta lið. Kemur með mikinn kraft inn á miðsvæðið og laumar á mörkum. Mikill drifkraftur sem kemur með Doucoure en hann er afar mikilvægur póstur í þessu liði.

„Oft er sagt að Everton velji mann, en ekki öfugt"

Finnur Breki Þórarinsson er ritari Everton klúbbsins á Íslandi. Við fengum hann til að segja okkur aðeins meira frá liðinu og áhuga sínum á því fyrir komandi tímabil.

Ég byrjaði að halda með Everton af því að... Ég hef, svo ég muni, alltaf haldið með Everton og veit ekki með vissu um neinn einstakan atburð sem varð til þess að ég byrjaði að halda með þeim. Oft er sagt að Everton velji mann, en ekki öfugt, og það var raunin í mínu tilfelli.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Fáir áttu von á því árið 1995 að Everton, sem hafði strögglað í deildinni allt tímabilið, myndi vinna sinn fimmta FA bikar, enda voru þeir að mæta firnasterku liði Manchester United undir stjórn Alex Ferguson. En svona getur fótboltinn verið stundum. Skyndisókn Everton í fyrri hálfleik endaði með skallamarki frá Paul Rideout, sem reyndist sigurmarkið. United hafði engin svör.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Ég hef alltaf verið pínulítið veikur fyrir Everton framherjanum og markamaskínunni Dixie Dean. Hann er svolítið vel fyrir minn tíma en skoraði reglulega yfir 20 mörk á tímabili á ferli sínum með Everton. Á einu tímabili tók hann sig til og skoraði 60 mörk í (efstu) deild, sem er met sem stendur enn þann dag í dag og þykir ólíklegt að verði nokkurn tímann slegið.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta… og kannski síðustu örfá tímabil? Ég veit ekki hvort ég hafi taugar í þetta mikið lengur ef þetta heldur áfram svona.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ég er alls ekki hjátrúarfullur maður og sé ekki að nein leikdagshefð gæti mögulega hjálpað mínu liði á nokkurn hátt. Það er helst að ég reyni að gefa fjölskyldunni góðan fyrirvara um að ég verði andlega fjarverandi í um tvo tíma á meðan á leik stendur. Eftir það er ég til reiðu, alveg hvernig sem leikurinn fer.

Hvern má ekki vanta í liðið? Það er pínu erfitt að velja einhvern einn leikmann – eftir að hafa horft á mismunandi leikmenn stíga upp á hverju tímabili og ná að bjarga liðinu frá falli, til dæmis Abdoulaye Doucouré á síðasta tímabili. Mér fannst liðið yfirleitt eiga mun betri möguleika á að skora þegar hann er í byrjunarliðinu. En síðustu þrjú tímabil í röð hefur markvörðurinn Jordan Pickford alltaf verið í öðru sæti hjá mér á eftir mismunandi framherjum og þar sem maður hættir til að ofmeta sóknarmenn og vanmeta varnarmenn þá er líklega rétt að velja Pickford.

Hver er veikasti hlekkurinn? Veikasti hlekkurinn finnst mér vera breiddin í hópnum því leikmenn á jaðrinum (sem fá yfirleitt fyrstu leikina á undirbúningstímabilinu) virkuðu ekki tilbúnir að velgja neinum úr aðalliðinu undir uggum (fyrir utan einstaka ungliða). Sóknin er auk þess búin að vera mikið vandamál undanfarin tímabil og margir stuðningsmenn hafa, með réttu, bent á að klúbburinn hafi enn ekki náð að finna eftirmann Lukaku til að leiða línuna. Þess ber þó að geta að Calvert-Lewin (þegar hann er heill heilsu) hefur staðið sig vel af framherja sem kostaði aðeins 1.5M punda. En ef við horfum á þetta raunsætt þá er endalaust hægt að benda á vankanta hjá liði sem hefur verið í botnbaráttu undanfarin tímabil.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Jarrad Branthwaite er efnilegasti miðvörður sem Everton hefur alið í seinni tíma, og ef hann er ekki þeim mun óheppnari með meiðsli þá erum við að horfa á framtíðina í vörn enska landsliðsins. Þessi drengur “tikkar í öll boxin” eins og Englendingar orða það og ég hafði stórar áhyggjur af því, á undirbúningstímabilinu, að þessar svokölluðu “Financial Fair Play” reglur myndu þvinga Everton til að samþykkja eitthvað beinlínis skammarlegt tilboð – eins og raungerðist í fyrstu tilraun Manchester United á dögunum. Þó að þeirra lokatilboð hafi hljóðað upp á 45M punda er það of lágt og ég er mjög sáttur við að bíða í allavega eitt tímabil með að selja hann og sjá hann verða að fastamanni í enska landsliðinu á næsta tímabili. Ég spái því að næsta skref hjá honum verði stórt skref upp á við, líklega Englandsmeistari með Manchester City eða fari í stórlið á meginlandi Evrópu. Jafnvel Aftureldingu, ef út í það er farið.

Við þurfum að kaupa... Ég væri til í að sjá styrkingu í báðum bakvarðarstöðunum, fá inn varnarsinnaðan miðjumann til að leysa Idrissa Gueye af (sem er kominn á aldur), einhvern geggjaðan miðjumann til að dreifa sendingum á framlínuna og sóknarmann á toppinn til að veita Calvert-Lewin almennilega samkeppni. Og náttúrulega nýjan eiganda til að fjármagna þetta allt saman, rauðan Ferrari í innkeyrsluna mína og einhyrning til að gefa dóttur minni í afmælisgjöf…

Hvað finnst þér um stjórann? Afskaplega sáttur. Hann hefur gert algjört kraftaverk með það sem hann fékk upp í hendurnar (áður en hann kom höfðu sterkir leikmenn verið seldir ár eftir ár til að rétta af fjárhaginn og lítill sem enginn peningur til að fjárfesta í liðinu). Hann byrjaði með látum (sigur á toppliði Arsenal í fyrsta leik) og endaði með látum (2-0 sigur á Liverpool á heimavelli, sem fór langleiðina með að bjarga liðinu frá falli). Ef ekki hefði komið til stigafrádráttar á síðasta tímabili (sem er efni í heila aðra grein) hefði liðið endað um miðja deild, sem hefði verið afskaplega kærkomið eftir taugatrekkjandi fyrri ár. Sean Dyche var og er akkúrat það sem Everton þurfti á þessum tímapunkti og ég vona að menn á toppnum hafi lært sína lexíu. Þú getur ekki, á hverju einasta tímabili, komið inn með nýjan stjóra með nýjar áherslur sem passa illa við þann hóp sem til staðar er.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Mér finnst rétt að vísa í Nóbelsskáldið okkar, Halldór Laxness, sem skrifaði: “Þegar öllu er á botninn hvolft þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili“. Ég vil reyndar leyfa mér að efast um að Halldór hafi haft áhuga á enska boltanum, en það eina sem ég, persónulega, bið um er að endaspretturinn verði minna taugatrekkjandi en undanfarin tímabil hafa verið.

Hvar endar liðið? Ég væri sáttur við miðjumoð á komandi tímabili (og náttúrulega allt umfram það). Það væri bónus ef hægt væri að biðja um gott gengi í bikar, því þetta hefur pínulítið verið spurning um að veðra storminn undanfarin ár. Við sjáum hins vegar fram á bjartari tíma hjá Everton, því brátt verður tekinn í notkun glæsilegur nýr völlur í miðbæ Everton City, völlur sem mun færa liðinu aukna tekjumöguleika, sem helst yfirleitt í hendur við bætt gengi innan vallar.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner